Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Síða 12

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Síða 12
Nú hefur draumur Indriða Einarssonar rætzt, þótt löng hafí biðin orðið. Hann var sjálfur eitt af fremstu lcikritaskáldum Islendinga á sínum tíma. Hann samdi Nýársnóttina, meðan hann var í skóla, og breytti henni síðar og lagfærði. Hann var alinn upp við brjóst rómantísku stefnunnar og sótti yrkisefni sín í íslenzkar þjóðsögur og ævintýri í Nýársnóttinni og Hell- ismönnum og seinna í Dansinum í Hruna, líkt og Matthías Jochumsson í Skugga-Sveini og Jóhann Sigurjónsson í Fjalla- Eyvindi. Hann reyndi að lýsa stórfelldum viðburðum fyrri alda og tíðaranda í leikritinu Sverð og bagall og síðar í Síðasta víkingnum, líkt og Matthías í Jóni Arasyni, Jóhann Sigur- jónsson í Lyga-Merði og Einar Hjörleifsson í Lénharði fógeta. Síðan verður hann fyrir miklum áhrifum leikrita Ibsens og sem- ur þá Skipið sekkur. Hann lærir af forngrísku skáldunum, snýr 14 leikritum Shakespeares á íslenzku, lærir leikritatækni af Maeterlinck og mörgum öðrum og lifir og hrærist allt lífið í heimi leiklistar og leikrita. Það er sennilegt, að Jónsmessunæt- urdraumur Shakespeares hafi komið Nýársnóttinni af stað, Ræningjar Schillers Hellismönnum og að til leikrita Ibsens sé að leita um Sverð og bagal og Skipið sekkur. Gvendur snemm- bæri er hin kunna „lustige Person“ margra leikrita á fyrri tím- um, og hefur hann fengið hundshöfuðið úr 3. þætti í Jónsmessu- næturdraumi Shakespeares. Indriði var í sínu eðli rómantískt skáld og unni öllu fögru, enda var hann skartmaður og mundi hafa sómt sér vel sem stallari konungs fyrr á öldum. í Dansinum í Hruna ganga þau Lárenz og Fríða um skóginn og þá segir Lárenz: „Á slíku kvöldi brosa leiti og lögur, stórelfan skín sem streymi silfurflaum, kvöldsvalinn bærir naumast lauf í lundi. Á slíku kvöldi Sörli og Þórdís gengu um Þverártún og töluðu þar hljótt um þrá og ást, hvort ekki mætti sigra ríks föður óvild.“ Þessar ljóðlínur bregða upp smámynd af þeim heimi skáld- skapar, er Indriði unni. Endurminning úr einu leikrita Shake- speares tekur á sig íslenzka mynd og í mörgum leikrita hans [ 10 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.