Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 14
J Ó H A N N SIGURJÓNSSON
Fjalla-Eyvindur, þriðja leikritið, sem prentað var eftir Jóhann
Sigurjónsson, kom út á dönsku í Kaupmannahöfn haustið 1911
(Bjærg-Ejvind og hans Hustru). Bókinni var ágætlega tekið,
og Georg Brandes lauk sérstaklega á hana svo miklu lofsorði,
að það hlaut að vekja athygli. Frú Johanne Dybvad, sem þá
var frægasta leikkona Norðurlanda, hafði lesið handritið vorið
1911 og óskað þess að fara með hlutverk FIöllu. Leikurinn hafði
í Reykjavík veturinn 1911—12 notið frábærrar aðsóknar og
undirtekta. Miklar vonir stóðu því til, að vel mundi líka fara,
er hann væri sýndur í Höfn. En eigi að síður voru þær við-
tökur, sem Fjalla-Eyvindur hlaut mánudaginn 20. maí 1912,
þegar hann var frumsýndur í Dagmar-leikhúsinu, enn glæsi-
legri en nokkur maður gat verið viss um fyrir fram. Fáir munu
reynast óskeikulir, svo sem mörg dæmi sanna, að spá um örlög
sjónleiks, fyrr en á sjálft leiksviðið kemur og gengið verður úr
skugga um, hver tækifæri hann gefur leikendum og hverjum
tökum hann nær á áhorfendum. Þarna mátti búast við miklu
vandfýsnari leikhúsgestum en í Reykjavík, og meira var í húfi,
því að undir þessu kvöldi var að mestu komið, hvort sótt yrði
eftir leikritinu til sýningar annars staðar á Norðurlöndum og
víðar. En af frumsýningunni lagði þegar í stað óvenjulegan
ljóma. Frú Dybvad voru nokkuð mislagðar hendur, eins og
mörgum listamönnum með snilligáfu. Því fór fjarri, að hún
ynni eintóma sigra eða gæti ein bjargað hverju leikriti frá skip-
broti. En þetta kvöld hef eg tvímælalaust séð hana leika af
mestri andagift. Hlutverkið lyfti henni engu síður en hún því.
Um sigurfarir Fjalla-Eyvindar í öðrum löndum skal eg ekki
fjölyrða, en minna á það eitt, að þær hefðu orðið enn meiri,
einkum á Þýzkalandi og meginlandi Norðurálfu, ef heims-
styrjöldin fyrri hefði ekki skollið á rúmum tveim árum síðar
og allt gengið úr skorðum. Þessi fyrsti sjónleikur eftir íslenzkan
mann, sem kom fram á erlendum vettvangi, reyndist þar ekki
aðeins hlutgengur, heldur ruddi sér í einni svipan til slíkrar
frægðar, að Jóhanni var t. d. í Frakklandi jafnað til þeirra
[ 12 ]