Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 17

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 17
HALLDÖR KILJAN LAXNESS Á aldarafmæli íslenzkrar skáldsagnagerðar hefur þjóðleikhús Islendinga starf sitt. Það er nú vígt hlutverki sínu með því að flytja þrjú leikrit, tvö eftir látna höfunda, hið fyrsta eftir einn helzta brautryðjanda íslenzkrar leikritunar og leikmenntar og forgöngumann þjóðleikhússmálsins, annað eftir mesta leikrita- höfund, sem við höfum átt. En þriðji höfundurinn, sem valirm er til vígslunnar, og sá eini þeirra, sem tekinn er úr hópi núlif- andi manna, er stórbrotnasti skáldsagnahöfundur okkar, Hall- dór Kiljan Laxness, sem hefur sviðhæft einn af sagnabálkum sínum til þessarar sýningar, brugðið honum í myndabók. Eng- inn nútíðarhöfundur íslenzkur, sem einvörðungu eða aðallega hefur lagt fyrir sig leikritagerð, varð hér til kvaddur sem vígslu- maður. Þess var heldur varla að vænta. Mildar leikbókmenntir rísa sjaldan upp nema í skjóli mikillar leikhússmenntar. Tveir ágætustu leikritahöfundar okkar, Jóhann Sigurjónsson og Guð- mundur Kamban, ólu mestan manndómsaldur sinn erlendis með leikmenntaþjóðum og eru nú báðir fallnir í valinn. Þótt um hálfrar aldar skeið hafi verið haldið hér uppi að staðaldri virðingarverðri og að ýmsu leyti merkilegri leikstarfsemi áhuga- manna, megnaði hún að vonum ekki að skapa þann jarðveg, sem yrði frjóvænlegur til stórfelldrar leikritagerðar. Nú verður sá akur væntanlega fullbúinn til sáningar. Það er því skáldsagnaritunin, sem leggur hér fram skerf sam- tíðarinnar til þjóðleikhússvígslunnar. Það var þó ekki með neinni viðhafnarvígslu, er fyrir hundrað árum var birt fyrsta íslenzk bóksaga (róman) síðari alda, sem höfundur hennar líkti við lítinn fugl, sem fæðzt hefði „á kvisti í Kaupmannahöfn.“ En þegar litið er í einni sjónhending yfir það aldarskeið íslenzkrar skáldsagnagerðar, sem liðið er, síðan fyrsti fuglinn hóf kvak sitt á Hafnarkvisti og þar til Islandsklukkan kveður við á þjóðleik- hússviðinu í Reykjavík, koma þar í Ijós furðulega reglubundnir áfangar á því sem næst aldarfjórðungs fresti. Frá prentun fyrstu bóksögunnar, Pilts og stúlku eftir Jón Thoroddsen (1850), til hinnar næstu, Manns og konu, liðu 26 ár. Á þeim tíma komu [ 15 ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.