Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 12

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 12
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 12 minna pláss krefst meiri hugsunar Blade, fyrirferða minnsta 3ja hjóla kerran á markaðnum! Kíktu í heimsókn, skoðaðu og prófaðu kerrurnar frá Big Max. GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK | SÍMI 578-0120 | INFO@GOLFSKALINN.IS | OPIÐ 10:00-18:00 VIRKA DAGA OG 11:00-16:00 LAUGARDAGA GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ BLADE Wheeler, er frábær 4ja hjóla kerra sem er ótrúlega einföld í uppsetningu. I-Q frá Big Max er létt og flott 3ja hjóla kerra, nokkrir litir í boði. Autofold er frábær valkostur fyrir þá sem vilja vandaða og öfluga 3ja hjóla kerru. Verð: 32.800 krVerð: 29.800 kr Mikið úrval af golfkerrum í öllum verðokkum Verð: 36.800 kr Verð: 42.800 kr Lite Max III er einföld og létt 3ja hjóla kerra. Verð: 19.800 kr Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum komst naumlega í gegnum fyrsta stig úr- tökumótsins fyrir Evrópumótaröðina með því að leika á höggi undir pari (69-71-71-72) eða 283 höggum. Mótið fór fram á Hardelot vellinum í Frakklandi en alls var keppt á tíu völlum á fyrsta stigi úrtökumótsins. Compo de Golf El Saler völlurinn á Spáni var næsti keppnisstaðurinn hjá Ólafi Birni en hann lék samtals á +8 (75-71-77-73) og endaði hann í 48. sæti. Aðeins 17 efstu komust áfram á þessum velli en keppt var á fjórum völlum samtímis á öðru stigi úr- tökumótsins. „Ég er að sjálfsögðu mjög svekktur yfir úrslitunum en ég gerði mitt besta. Ég átti flotta kafla í mótinu en of mörg klaufaleg mistök komu í veg fyrir að ég næði tak- markinu í þetta skiptið,“ sagði Ólafur eftir mótið á Spáni en hann er með keppnisrétt á Nordic League mótaröðinni á næsta tímabili. Hann á einnig möguleika á að fá boð á mót á Þórður Gissurarson úr GR náði ekki að komast í gegnum annað stigið á úr- tökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Þórður endaði í 23. sæti á Frilford Heath vellinum á Englandi á 1. stigi úrtökumótsins en þar lék hann á 6 höggum undir pari (72-72-67-71) eða 282 höggum. Hann náði sér alls ekki á strik á fyrstu keppnisdögunum á Compo de Golf El Saler vellinum á Spáni á öðru stiginu. Hann lék fyrsta hringinn á 83 höggum (+11) og kom sér í erfiða stöðu sem hann náði ekki að bæta. Þórður endaði í 68. sæti en hann lék hringina fjóra á (83-77-75-71)en 17 efstu kylfingarnir komust á lokaúrtökumótið. „Úrtökumótið var augljóslega vonbrigði en það jákvæða var síðasti hringurinn þar sem ég náði að sýna mitt rétta andlit,“ sagði Þórður Rafn og viðurkennir að sjálfs- traustið hafi ekki verið nógu gott í upphafi mótsins. „Ég átti í nokkrum vandræðum með sveifluna dagana fyrir mótið. Það er með því versta sem getur gerst.“ Þórður er með keppnisrétt á ProGolf móta- röðinni í Þýskalandi þar sem hann lék á síðasta keppnistímabili. „Ég er reyndar að velta ýmsum öðrum möguleikum fyrir mér. Ég hef ekki enn ákveðið hvað ég mun gera. Það gæti verið að ég fái boð um að leika á einu eða tveimur mótum á Áskorendamóta- röðinni og ég mun að sjálfsögðu spila á þeim mótum ef það er í boði. Ég ætla að taka mér smá frí á næstunni og fara yfir stöðuna,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson. Vonbrigði hjá Þórði á Spáni Ólafur bjartsýnn þrátt fyrir mótlæti Áskorendamótaröðinni. „Ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir næsta tímabil. Ég er staðráðinn í því að leggja enn harðar að mér að ná mínum markmiðum,“ segir Ólafur Björn. Alexander Aron Gylfason úr GR tók þátt í heimsmeistaramótinu í hraðagolfi (SpeedGolf) sem fram fór í lok október á á Bandon Dunes vellinum í Bandaríkjunum. Alexander endaði hann í 27. sæti en hann lék á 82 höggum og tími hans var 55.07 mínútur. Eri Crum fagnaði sigri en hann lék á 76 höggum og það tók hann 46 mínútur og eina sekúndu að ljúka við 18 holur. Aðeins voru leiknar 18 holur en fyrsta umferðin sem átti að fara fram á laugardaginn var felld niður vegna hvassviðris og úrkomu. Crum fékk par á 15 holum og hann var að meðaltali 2 ½ mínútu að leika hverja Alexander var eldsnöggur með 18 holurnar Arnór lék vel á opna spænska áhugamannamótinu Arnór Snær Guðmundsson úr Golf- klúbbnum Hamri á Dalvík náði bestum árangri af íslensku keppendunum sem tóku þátt á opna spænska unglingameistara- mótinu. Mótið fór fram í lok október á Bonmont vellinum við Barcelona og tóku alls sex íslenskir kylfingar þátt – þar af tvær stúlkur. Arnór endaði í 12.-13. sæti af alls 130 keppendum sem voru frá 16 þjóðum. Arnór lék hringina þrjá á pari samtals (71- 72-73). Sigurvegarinn var Kristoffer Reitan frá Noregi en hann lék á -10 samtals. Stefán Þór Bogason, klúbbmeistari GR frá því í sumar, endaði í 20.-27. sæti en hann lék síðasta hringinn á -4 og (75-76-68) og var samtals á +3. Stefán lék síðustu 9 holurnar á -6 sem er stórkostlegur árangur. Henning Darri Þórðarson úr GK endaði í 45.48. sæti en hann lék samtals á +11 (76-76-75). Björn Óskar Guðjónsson úr Kili Mosfellsbæ endaði í 54.-60. sæti á +15 (79-78-74). Helga Kristín Einarsdóttir (NK), Íslands- meistari í höggleik í flokki 17-18 ára endaði í 21. sæti á +22 samtals (83-74-82). Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK lék á (88-86-82) höggum og endaði í 30. sæti á +40. holu. Crum lék á sínum tíma með Stanford háskólaliðinu þar sem Tiger Woods var liðsfélagi hans. „Þú þarft að vera íþrótta- maður til þess að vinna keppni á við þessa. Það skiptir mig miklu máli að sigra á þessu móti á þessum velli,“ sagði Crum sem var samtals með 122.01 stig í þessari keppni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.