Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 28

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 28
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 28 „Ég reyni að sinna krökk- unum mínum fram að golfæf- ingunum sem eru í um tvo tíma síðdegis. Ég tek kvöldmat með fjölskyldunni og síðan tekur við að koma börn- unum í rúmið“ Ecco atvinnumótaröðina í haust og var ná- lægt því að komast áfram. Hann segir að sú reynsla hafi verið skemmtileg og hann ætli sér stærri hluti á næsta ári. Ætlar að toppa í september á úrtökumótunum „Þetta var skemmtileg reynsla en það var leiðinlegt að hafa ekki komist áfram. Ég veit það sjálfur að ég á fyllilega heima á þessari mótaröð. Staðan á mér eftir þetta er mjög góð. Ég veit mun betur núna hvað þarf að vera í 100% lagi fyrir næsta úrtökumót. Næsta ár verður mjög annasamt hjá mér en það er á dagskrá að byrja keppnistíma- bilið mun fyrr en ég gerði í fyrra. Ég stefni á að fara strax í febrúar á mót sem fram fer í Portúgal. Í lok mars er stefnan sett á úrtökumót fyrir EuroPro mótaröðina á Bretlandi. Í kjölfarið stefni ég á að spila í 2-3 mótum á Nordic Ecco mótaröðinni samhliða því að leika á sem flestum stigamótum hérna heima. Þetta verður allt liður í því að ég verði í sem besta keppnisforminu fyrir átökin í lok september. Á þeim tíma mun ég taka þátt í úrtökumótum fyrir Nordea mótaröðina og Evrópumótaröðina.“ Kristján Þór er þegar farinn að æfa eins og hægt er hér á landi en hann ætlar að setja allt á „fulla“ ferð í janúar. „Í janúar ætla ég að æfa fimm sinnum í viku – þar sem mesta áherslan verður lögð á stutta spilið. Það eru tvær æfingaferðir á dagskrá – ein í febrúar og önnur í apríl.“ Sofnar oft í sófanum Það er í nógu að snúast hjá Kristjáni en hann er í sambúð og á þrjú börn – hann er í byggingarvinnu í vetur og hefur einnig tekið að sér ýmis aukastörf í veitingaþjónustu. Á sumrin hefur hann verið að vinna hjá golf- klúbbnum Kili og þar sem hann hefur verið í umhirðu vallarins. „Ég vakna snemma, svona korter í sjö, það tekst ekki alltaf. Ég byrja að vinna 7:30 og vinn til 16.30. Ég reyni að sinna krökkunum mínum fram að golfæfingunum sem eru í um tvo tíma síðdegis. Ég tek kvöldmat með fjölskyldunni og síðan tekur við að koma börnunum í rúmið. Það gefst tími til að horfa á sjónvarpið um kl. 22 en oftar en ekki sofna ég í sófanum yfir sjónvarpinu.“ Eimskipsmótaröðin þarf að fá meira vægi í landsliðsvalinu Landsliðsmálin voru mikið rædd í sumar í golfhreyfingunni og þar fannst mörgum að Kristján Þór hafi átt að fá tækifæri í lands- liðinu. Kristján er á þeirri skoðun að auka þurfi vægi Eimskipsmótaraðarinnar þegar kemur að valinu á landsliðinu. „Í mínum huga er það æðsta markmið hvers kylfings að spila fyrir hönd Íslands á erlendri grundu á stærstu mótunum. Ég leyni því ekki að ég var svekktur að hafa ekki fengið tækifæri í sumar með landsliðinu. Stigin á Eimskipsmótaröðinni hafa vissulega gildi þegar að kemur að vali í landsliðið fyrir verkefni. Okkur var tilkynnt það á fundi í vor hvernig valið myndi standa þannig að það kæmi ekki neinum á óvart. Að mínu mati mætti gera Eimskipsmótaröðina stærri og veigameiri með því að hún telji meira til landsliðs. Það er mín skoðun að þrjú efstu sætin á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar ættu að fá sæti í landsliði Íslands hverju sinni þegar valið er í verkefni. Mótanefnd GSÍ gerði vel með því að bæta einu móti við í byrjun sumarsins sem gerir landsliðsþjálfar- anum auðveldara að velja í liðið. Það gefur betri mynd á stöðu kylfinga fyrir valið á liðinu sem keppir á Evrópumótinu. Við erum að leika á þremur stigamótum fyrir það mót og landsliðsþjálfarinn hefur því betri sýn á hvernig staðan er á hópnum.“ Eins og áður segir ætlar Kristján að leggja allt í sölurnar á næsta ári og hann á sér stóra drauma varðandi framtíðina. „Á næstu fimm árum sé ég sjálfan mig spila á Evrópu- mótaröðinni. Ég á mér mjög stóra drauma, bæði raunhæfa og kannski óraunhæfa. Mig dreymir um að verða einn af þeim bestu í íþróttinni og skapa mér nafn innan golf- sögunnar,“ segir Kristján og leggur áherslu á að hann þurfi að bæta margt í leik sínum til að ná upp á næsta stig á ferlinum. „Það er alltaf eitthvað sem má bæta en til að ná næsta „getustigi“ þarf ég vera miklu skarpari í „pitch“ höggunum. Þar er verk að vinna og skekkjurnar eru stundum miklar. Ég mun leggja mikla áherslu á þessi högg á æfingum. Það kemur alltaf fyrir að maður missir teighögg út í skóg eða eitthvað „drasl“. Þar af leiðandi þarf maður að treyst á gott „pitch“ högg til að bjarga parinu. Ég var ekki nógu sterkur á þessu sviði á úrtökumótinu fyrir Nordic Ecco mótaröðina í haust.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.