Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 32
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
32
ÞARF AÐ BÆTA
HUGARFARIÐ
Kennaraverkfall fyrir áratug hafði gríðarlega jákvæð áhrif á golfferil Karenar
Í óknu
umhver
leynast
tækifæri
Að ná markmiðum í óknu og
síbreytilegu umhver kallar á
einbeitingu og aðlögunarhæfni. Við
einföldum leiðina og gerum þér
kleift að ná markmiðum þínum.
kpmg.is
Karen Guðnadóttir stóð uppi sem
stigameistari á Eimskipsmóta-
röðinni í kvennaflokki en þetta er í
fyrsta sinn sem hún nær þeim árangri. Kar-
en, sem er 22 ára úr Golfklúbbi Suðurnesja,
tók þátt á öllum sjö mótum keppnistíma-
bilsins og var hún í verðlaunasæti á fimm
þeirra og endaði aldrei neðar en í sjöunda
sæti. Alls fékk hún 7668.50 stig en Signý
Arnórsdóttir úr GK, sem var stigameistari
síðasta árs, varð önnur.
Karen segir að kennaraverkfall árið 2004,
þegar hún var 12 ára, hafi haft mikil áhrif á
golfferil hennar. „Heiða systir mín var byrjuð
í golfi og pabbi spilaði einnig. Ég skildi það
ekki hvernig þeim þótti þetta skemmtilegt.
Þegar ég var 12 ára fór ég á námskeið hjá
GS og fékk í kjölfarið „golfbakteríuna“. Um
haustið skall síðan á sex vikna kennaraverk-
fall og ég var bara alla daga úti á golfvelli
á þeim tíma og það hjálpaði mikið,“ segir
Karen.
Hápunktar sumarsins voru nokkrir að mati
stigameistarans.
„Ég vann minn riðil á Íslandsmótinu í holu-
keppni og það er í annað sinn sem það gerist.
Ég lék til úrslita gegn Tinnu Jóhannsdóttur
um titilinn og það var ánægjulegt að landa
stigameistaratitlinum í fyrsta sinn. Íslands-
mótið í höggleik fór ekki eins og ég vildi – ég
hafði ekki nógu mikla trú á sjálfri mér úti á
vellinum á því móti. Ég hefði viljað gera betur
á Símamótinu í Borgarnesi og Goðamótinu á
Akureyri.“
Karen segir að margir litlir hlutir séu ástæðan
fyrir því að hún náði að vinna stigameistara-
titilinn í fyrsta sinn á ferlinum. „Mér fannst
erfiðasta tímabilið vera fyrsta árið á Eim-
skipsmótaröðinni eftir að ég gekk upp úr
unglingamótaröðinni. Það tímabil var erfitt.
Síðastliðinn vetur bætti ég öll smáatriðin á
æfingatöflunni. Fór til einkaþjálfara til að
bæta líkamlega styrkinn og fór í fyrsta sinn í
æfingaferð frá árinu 2007 erlendis. Ingi Rúnar
Gíslason, þjálfarinn minn hjá GS, hefur
hjálpað mér mikið og sérstaklega er hann
duglegur að benda mér á þá styrkleika sem
ég bý yfir.
Stigameistarinn var ekki valinn í landsliðs-
verkefnin hjá A-landsliðinu en hún er ekkert
að svekkja sig á því. „Ég fór ekkert að pæla
í því að vera ekki valin fyrr en aðrir fóru að