Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 34
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
34
Lokastaðan
Eimskipsmóta-
röðin 2014
(15 efstu kvk)
1. Karen Guðnadóttir, GS 7668.50 stig
2. Signý Arnórsdóttir, GK 6361.00 stig
3. Sunna Víðisdóttir, GR 6257.50 stig
4. Guðrún Brá Björgvinsd., GK 6137.50 stig
5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 5843.50 stig
6. Berglind Björnsdóttir, GR 4850.83 stig
7. Þórdís Geirsdóttir, GK 4781.00 stig
8. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 4458.33 stig
9. Tinna Jóhannsdóttir, GK 4212.50 stig
10. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 4128.50 stig
11. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 3570.00 stig
12. Særós Eva Óskarsd., GKG 3467.50 stig
13. Ólafía Þórunn Kristinsd., GR 3200.00 stig
14. Ingunn Einarsdóttir, GKG 3160.83 stig
15. Heiða Guðnadóttir, GKj. 3121.25 stig
ÁRANGUR
KARENAR
Á TÍMABILINU:
Nettómótið 3. sæti
EgilsGull mótið 3. sæti
Símamótið 7. sæti
Securitasmótið/ Íslandsmóti
í holukeppni 2. sæti
Eimskipsmótið/Íslandsmótið
í höggleik 5. sæti
Eimskipsmótið
Garðavelli 3. sæti
Goðamótið 2. sæti
Jólaleikur
Golfbúðarinnar
Jólagjöfin
endurgreidd.
Með jólapútter golfbúðarinnar.
Ein tilraun á mann.
Ef þú setur niður
8 metra pútt.
ræða þessa hluti við mig eftir að landsliðin
voru tilkynnt. Ég veit af hverju ég var ekki
valin og er að vinna í því að bæta þau atriði
og það eflir mig bara. Ég var mjög nálægt því
í ár, og ég þarf að gera enn betur og það ýtir
mér áfram.“
Í vetur ætlar að Karen að breyta aðeins út
af dagskrá síðasta veturs hvað æfingarnar
varðar. „Ég verð með svipaðar áherslur hvað
varðar tæknina og golfið. Það nýja sem
ég geri er að fara í golfleikfimi hjá Gauta
Grétarssyni í sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Ég
mun einnig fara í tvær æfingaferðir erlendis
og ég fæ einnig nýjar kylfur sem eru sér-
mældar fyrir mig. Það er ansi mikil breyting
en ætti að hjálpa mér því ég lét þetta bíða of
lengi. Hugarfarið þarf ég að bæta og einnig
líkamlega þáttinn.“
Karen segir að henni líði best á heimaslóðum
en hún starfar við skóladagvist í grunnskóla
og líkar það vel. „Ég stefni ekkert sérstaklega
á það að komast til útlanda hvað varðar golfið
en kannski á ég eftir að prófa það að búa
erlendis. Hvort sem það tengist golfinu eða
ekki. Mig langar að prófa að keppa erlendis
og það er aldrei að vita hvað gerist.“
Kvennagolfið hefur verið í ágætri sókn
undanfarin ár en það má alltaf gera betur.
Karen segir að það sé mikilvægt að sýna
stelpum hve golfið sé fjölbreytt og skemmti-
legt.
„Maður þarf ekki að hafa félaga til að spila á
móti eins og í hópíþróttunum og það er hægt
að verða gríðarlega góður með því að æfa
einn. Þegar ég var í elstu bekkjum grunn-
skólans þá var ég sú eina sem æfði golf og það
var bara heillandi að mínu mati,“ sagði Karen
Guðnadóttir stigameistari ársins 2014 á Eim-
skipsmótaröðinni.
Karen með Heiðu
systur sinni sem
einnig er mjög góður
kylfingur.