Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 42
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
42
„ÞETTA ER
ORÐIÐ FÍNT“
Jón Pétur Jónsson hættir
sem formaður GR eftir 15 ára
stjórnarsetu
MP banki hefur verið valinn fremstur í flokki í eignastýringar þjónustu á Íslandi
af alþjóðlega fjármálatímaritinu World Finance. Hafðu samband við sérfræðinga
okkar og kynntu þér kosti eignastýringar MP banka.
www.mp.is
Ármúli 13a / 540 3200
Framúrskarandi
eignastýring
Ég tók ákvörðunina í október að
bjóða mig ekki fram og þegar ég
fór að rifja þetta upp þá finnst mér
samt að það hafi bara verið í gær sem ég
tók við þessu embætti. Það er merki um
að maður hafi haft gaman að verkefninu,“
segir Jón Pétur Jónsson sem hætti sem
formaður Golfklúbbs Reykjavíkur í byrjun
desember en hann hafði gegnt embættinu
frá árinu 2007.
„Þetta er orðið fínt, ég er búinn að vera í
stjórninni í 15 ár og ég held að það sé rétti
tíminn að stíga til hliðar. Eru ekki allir búnir
að fá nóg af mér,“ segir Jón í léttum tón
þegar Golf á Íslandi hitti hann í Erninum
sem er fyrirtæki í hans eigu.
Það eru margir hápunktar sem Jón dregur
fram þegar hann er inntur eftir því hvað
standi uppúr í formannstíð hans. „Frá því
um aldamót hef ég tekið þátt í verkefnum og
fjárfestingum fyrir tæpan milljarð kr. hjá GR.
Korpúlfsstaðavöllur er langstærsta verkefnið
sem ég hef komið að sem stjórnarmaður. Það
var virkilega gaman að því að hafa upplifað
þá framkvæmd. Ég held að þegar Korpan var
byggð þá var það hugmyndin að gera þægi-
legan „sveitavöll“. Það kom mér þægilega á
óvart þegar Birgir Leifur Hafþórsson sagði
að Korpan væri einn af fáum almennilegum
keppnisvöllum á Íslandi áður en hann var
stækkaður í 27 holur. Keppniskylfingarnir sjá
vellina með öðrum augum en við „áhuga-
mennirnir“. Birgir sá þessa möguleika í
vellinum og þessi orð hans vöktu marga til
umhugsunar og breyttu ímynd vallarins.
Korpan er glæsilegur keppnisvöllur og sér-
staklega eftir að hann var stækkaður í 27
holur og „Landið“ varð að veruleika.“
Skortur á teigtímum
Helstu ágreinisefnin í stjórnartíð Jóns Péturs
voru skortur á teigtímum fyrir félaga í GR
en hann er ekki í vafa um að ástandið hefur
lagast mikið eftir stækkunina í Korpu. Hann
segir að það séu alltaf skiptar skoðanir í
3000 manna golfklúbb en hann upplifir
ekki stemninguna með þeim hætti að það
séu „pirraðir“ félagar í GR úti á bílastæði á
morgnana með kröfuspjöld.
„Það sem hefur gerst á Korpunni eftir
stækkunina er að það er til nóg af teigtímum
eins og ástandið hefur verið undanfarin
tvö sumur. Veðurfarið gæti haft þar stór
áhrif og það er of snemmt að draga álykt-
anir frá síðustu tveimur sumrum. Það er
engin launung að það er minna af leiknum
hringjum á Grafarholtsvelli. Hann opnar
seinna, kemur verr undan vetri og er erfiður
undir fótinn. Það sem hefur slegið í gegn er
efri hlutinn á Korpunni, Áin og Landið. Við
erum með 8% aukningu á Korpunni í sumar
og aðallega í 9 holu hringjum. „Sjórinn“ er að
margra mati erfiðasti hluti vallarins og ég get
alveg tekið undir það. Í gegnum árin hefur
verið óánægja með teigtíma en það hefur
verið leyst m.a. með fjögurra daga bókun. Að
mínu mati er það lágmarks kurteisi að bóka
sig fram í tímann.
Breytingar á Korpunni vel heppnaðar
Það hefur vakið lukku hjá gestum á
Korpunni að sífellt er verið að breyta því
hvernig völlurinn er leikinn. Það er með
ráðum gert segir Jón Pétur.
„Við viljum ekki festa eina „9 holu lykkju“
sem fasta á Korpunni. Það er ávallt skipt um
9 holu lykkju og að mínu mati þá verður
völlurinn sterkari sem heild fyrir vikið. Það
eru allar 9 holurnar jafngóðar og við viljum
geta keppt á öllum 9 holunum. Það er greini-
legt að eftirspurnin eftir 9 holu golfhring er
að aukast. Ég veit það sjálfur að það er mun
auðveldara að „skreppa“ í golf og taka 9
holur á rúmlega 2 tímum með öllu. Og eftir
slíkan hring þá finnst mér allur dagurinn
vera eftir. Það eru uppi hugmyndir um að
hafa einn til tvo daga í viku aðeins sem 9
holu hringi á Korpunni og það væri áhuga-
vert að prófa slíkt.“
Básarnir áttu ekki að vera svona
Æfingasvæðið Básar er einnig stórt verkefni
sem unnið var í stjórnartíð Jóns en Básar
voru opnaðir árið 2004. Hann segir að í
fyrstu hafi Básar alls ekki átt að vera eins og
þeir eru í dag.
„Fyrst þegar hugmyndin vaknaði að byggja
æfingasvæðið Básar þá voru menn að hugsa
um allt annað en það sem er raunin í dag.
Það sem var byggt og er til staðar í dag
var langt frá þeim hugmyndum sem voru
ræddar í fyrstu. Við sáum ekki mikið meira
en „yfirbyggða skúra“ á einni hæð – þetta var
hugmyndafræðin sem var unnið með á þeim
tíma. Hugmyndi þróaðist síðan upp í 72 bása
æfingasvæði – sem gerir það að verkum að
öll æfingastaða verður betri.
Okkur tókst þetta og í framhaldinu kom
Hraunkot í Hafnarfirði og það er ekki langt