Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 46

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 46
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 46 FRÁBÆR ÁRANGUR HJÁ KARLASVEIT KEILIS Á EM KLÚBBALIÐA „Þetta er skrítnasta mót sem ég hef tekið þátt í“ „Þetta er skrítnasta mót sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Gísli Sveinbergsson eftir að karlasveit Keilis hafnaði í 3.-4. sæti á Evr- ópumóti klúbbaliða í Búlgaríu. Ofankoma setti keppnishaldið úr skorðum en úrkoma á fyrsta hringnum varð til þess að fyrsta umferðin var felld niður og snjókoma varð til þess að lokaumferðin var felld niður. Aðeins ein umferð af alls þremur var því leikinn Axel Bóasson lék þessar 18 holur á höggi undir pari, Gísli Sveinbergsson var á pari vallar og Henning Darri Þórðarson lék á +6 en tvö bestu skorin töldu. Árangur Keilis er samt sem áður með því besta sem Íslendingar hafa náð í þessari keppni. Parco di Roma frá Ítalíu og Clube de Golfe de Vilamoura frá Portúgal deildu efsta sætinu á -6 samtals en Kelir var þar á eftir ásamt Keer- bergen GC frá Belgíu. „Veðrið var ekki að vinna með okkur á þessu móti. Við spiluðum vel og það hefði verið gaman að spila fleiri hringi,“ sagði Axel Bóasson. „Stemningin var góð hjá okkur eftir mjög skrítið mót, þetta er skrítnasta mótið sem hef tekið þátt í. Við vorum frekar svekktir að hafa ekki klárað fyrstu umferðina en það er ekkert hægt að gera í því. Við vorum efstir á þeim tíma en það eina sem við gátum gert var að halda áfram að spila vel. Þetta er „sjúklega“ flottur völlur. Veðrið var eins gott og það gat verið fyrir mótið, +20 stiga hiti og logn. Okkur brá því frekar mikið þegar við sáum allt þakið í snjó á lokadeginum. Þetta var samt sem áður mjög skemmtileg ferð í skemmtilegum félagsskap,“ sagði Gísli Sveinbergsson sem bætti því við að keppnis- völlurinn hafi hentað Keilismönnum mjög vel. Mótshaldarar tóku ákvörðun snemma dags að stöðva leik og kalla keppendur inn í klúbbhús vegna úrkomu. Þeir ákváðu síðan að skorið á fyrsta hringnum yrði fellt niður aðeins hálftíma síðar í stað þess að bíða aðeins lengur og meta stöðuna. „Þetta var frekar undarleg ákvörðun hjá mótsstjórninni að stroka út skorið í þess að bíða eftir því að rigningin hætti. Það þýðir ekkert að svekkja sig á því – svona er þetta bara,“ sagði Axel. Svona leit keppnisvöllurinn út í Búlgaríu á æfingadeginum fyrir mótið. Þannig var útsýnið yfir sama svæði á lokakeppnisdeginum. Íslandsmeistarasveit Keilis í kvennaflokki endaði í 10. sæti á European Ladies Club meistaramótinu sem fram fór í Þýska- landi 2.-4. okt. Þórdís Geirsdóttir, Anna Sólveig Hinriksdóttir og Margrét Saga Hinriksdóttir skipuðu sveitina en Signý Arnórsdóttir gat ekki verið með vegna vinnu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var fjarverandi en hún stundar nám í Banda- ríkjunum og Tinna Jóhannsdóttir var liðs- stjóri. Alls voru leiknir þrír hringir og var fyrsti keppnisdagurinn erfiðastur hjá Keili en tvö bestu skorin í hverri umferð taldi. Þórdís Geirsdóttir (87-79-85) Sara Margrét Hinriksdóttir (87-93-85) Anna Sólveig Snorradóttir (92-78-78) KVENNASVEIT KEILIS ENDAÐI Í 10. SÆTI Á EM Í ÞÝSKALANDI Anna Sólveig byrjaði illa en lék ágætlega í næstu tveimur hringjum í Þýskalandi. islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Gjöf sem þú getur verið viss um að hittir í mark Gjafakort Íslandsbanka er gjöf með endalausa möguleika. Kortið gildir eins og önnur greiðslukort jafnt í verslunum um allan heim og á netinu. Þú færð gjafakortið í fallegum umbúðum í næsta útibúi Íslandsbanka Gjafakort Íslandsbanka Gjöf sem er alltaf efst á óskalistanum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.