Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 70

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 70
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 70 staðir í hæsta gæðaflokki víðs vegar í Gar- misch-Partenkirchen og ætti enginn að vera svikinn af þeim kræsingum sem eru í boði á fyrsta flokks veitingahúsum. Garmisch-Partenkirchen sótti um að halda vetrarólympíuleikana í nágrannabæinn Schönau og München, höfuðborg Bæjara- lands. Vetrarleikarnir fóru fram þar um slóðir árið 1936 en Alþjóða ólympíunefndin úthlutaði leikunum árið 2018 til Pyeongc- hang í Suður-Kóreu. Náttúrufegurðin við Garmisch-Partenkir- chen er einstök og fyrir útivistarfólk er nánast allt í boði. Þekktir listamenn eru einnig tengdir bænum og má þar nefna tónskáldið Richard Strauss sem bjó í bænum í mörg ár. Hann skrifaði m.a. Alpasinfóníuna og sérstök Strauss hátíð fer fram í bænum á hverju sumri. Golfvöllurinn í Garmisch-Partenkirchen kom skemmtilega á óvart og ólíkt mörgum völlum sem eru nálægt fjöllum þá er hann tiltölulega flatur og auðveldur á fæti. Gæði vallarins eru mjög mikil líkt og á flestum völlum Þýskalands – flatirnar stórar og umhirðan fyrsta flokks. Fyrir þá sem eru að leika í fyrsta sinn á Garmisch-Partenkirchen þá gæti það tekið nokkuð langan tíma að leika völlinn – því það er auðvelt að gleyma sér yfir náttúrufegurðinni. Útsýnið yfir þýsku Alpana er einstakt og á mörgum teigstæðum er líkt og kylfingarnir séu hluti af málverki – slík er fegurðin. Margar holur standa upp úr eftir heim- sóknina á Garmisch-Partenkirchen. Völlurinn er mun opnari á fyrri hlutanum miðað við það sem eftir kemur. Á síðari 9 holunum „þrengist“ aðeins um valmögu- leikana í teighöggunum og þéttur skógur liggur meðfram mörgum brautum á síðari hlutanum. Teigar, brautir og flatir eru í hæsta gæðaflokki og enginn verður svikinn af því að heimsækja völlinn sem er einstakur. Garmisch-Partenkirchen völlurinn er par 72 og 6.156 m. af hvítum teigum, og rétt tæplega 6.000 metrar af gulum teigum, 5.395 m af bláum og 5.222 m. af rauðum. Til samanburðar er Grafarholtsvöllur 6.057 m. af hvítum, 5.478 m. af gulum og 4.669 m. af rauðum. Ferðalagið! Það eru ýmsir möguleikar á að komast til Garmisch Partenkichen. Ef flogið er til München tekur það um 2 tíma að fara með lest, rútu eða bifreið frá flugvellinum í München. Vallargjöld! Fyrir 18 holur í miðri viku er vallargjaldið 60 Evrur eða um 9000 kr. en 75 Evrur, 11.500 kr. um helgar. Hægt er að kaupa afsláttarkort sem gildir á fimm velli og kostar slíkt kort um 27.000 kr. og er umtalsverður sparn- aður að kaupa slíkt kort fyrir þá sem eru að ferðast um Þýskaland. Zugspitsland – hæsti fjallstindur Þýskalands! Það er óhætt að mæla með því að fara með kláfinum upp á hæsta tind Þýskalands, Zug- spitslandm, sem er í 2.962 metra hæð yfir sjávarmáli. Ferðalagið með kláfinum gæti tekið á fyrir lofthrædda en ferðamátinn er öruggur og gríðarleg upplifun að fara í slíkt farartæki. Það tekur um 15 mínútur að fara upp með kláfinum og á toppnum eru fyrir- taks veitingastaðir þar sem hægt er að njóta útsýnisins og gæða sér á góðum veitingum og drykkjum. Nánar um golfvöllinn: www.golfclub-garmisch-partenkirchen.de Útsýnið yfir þýsku Alpana er einstakt og á mörgum teigstæðum er líkt og kylfingarnir séu hluti af málverki Láu hjartað ráða Rauðrófusafi er góður valkostur fyrir þá sem vilja hugsa vel um heilsuna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.