Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 96
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
96
PÚTTIN.
Luke Donald.
Hann nær hvað bestum árangri viku eftir viku og það
hefur hjálpað honum að viðhalda stöðu sinni nálægt
toppnum, þótt hann hafi verið að breyta sveiflunni hjá
sér og hafi þess vegna ekki slegið boltann eins vel og
áður. Við getum öll lært af Luke; hann er aldrei að drífa sig að pútta. Sjáið hvernig hann
stillir sér upp á ákveðinn og einbeittan hátt. Hann undirbýr sig alltaf eins og það ferli er
einfalt og þægilegt. Áhugamenn eru sjaldnast með ferli sem þeir endurtaka; stundum
horfa þeir einu sinni á línuna, stundum sex sinnum. Luke gerir þetta alltaf eins og það
framkallar stöðuga púttstroku sem skilar honum árangri. Hann er góður í að lesa brot og
ákveða hraðann á púttinu. Þetta er nokkuð sem áhugamenn verða að æfa og framkalla;
koma boltanum á þann hraða sem er réttur fyrir línuna sem þeir hafa ákveðið.
GLOMPUHÖGG
Brett Rumford
Brett hefur hæfileikann til að fá nákvæmlega þá
snertingu sem hann kýs og láta boltann springa upp úr
sandinum með nákvæmni og stjórn. Hann stillir sér upp
þannig að hann „sest“ á vinstra hnéð – það snýr í áttina
að skotmarkinu og beygist út. Sveifla Bretts snýst í kringum vinstra hnéð, rétt eins og Seve
gerði alltaf. Hann slær líka boltann með opnum kylfuhaus, eins og aðrir kylfingar sem eru
frábærir í þessum höggum. Þeir opna kylfuna, taka gripið, og opna hana svo enn meira
með snúningi handanna. Ef þú getur gert það, þá notar þú botninn á kylfuhausnum á
réttan hátt og höggin verða betri.
VIPP
Steve Stricker
Flestir myndu horfa á Phil Mickelson fyrir þessi högg.
En þótt hann geti framkallað ótrúleg högg með fley-
gjárni, þá er erfitt fyrir áhugamenn að tileinka sér
aðferð hans. Mickelson beygir úlnliðina mikið og
viðheldur þeirri hreyfingu og það er ekki auðvelt að endurtaka. Ég myndi frekar horfa á
kylfing eins og Steve Stricker. Hann beitir úlnliðunum lítið og fyrir áhugamenn er það
öruggasta aðferðin til að slá svona högg. Handleggir hans og efri hluti líkamans vinna
vel saman; það er næstum því eins og hann sé með fótbolta milli handleggjanna – þeir
hreyfast nánast ekki neitt og hann bara snýr fram og til baka. Hraðinn á þessum snúningi,
frekar en staða úlnliðanna, ræður lengd höggsins og þessi aðferð er auðveldari til að ná
stöðugleika.
FLEYGHÖGG
Zack Johnson
Zack Johnson vann sinn risatitil á Augusta vellinum
vegna þess hversu góður hann var af hundrað metra
færi. Hann er með sterkt grip og rétt eins og Stricker
notar hann hendurnar ekki mikið; nokkuð sem ég er afar hrifinn af. Sveifla Johnsons ræðst
af snúningi líkamans; grip hans er sterkt, hann tekur baksveifluna og fer svo vel í gegnum
höggið. Þetta er sveifla sem markast af snúningi skrokksins, ekki hreyfingum handa og
úlnliða. Zack þarf ekki að „redda“ högginu með höndunum, því líkaminn sér um að
stjórna kylfublaðinu, og þetta gefur honum mikinn stöðugleika, ekki síst í lengdarstjórnun.
Þetta útheimtir þjálfun, en ef þú horfir á sveifluna hjá Zach og skilur þetta með „hæglátu
hendurnar“, þá mun það koma fram í aukinni nákvæmni og betri lengdarstjórn.
Hver er bestur?
Einn þekktasti golfkennari heims, David Leadbetter fjallar um
þá kylfinga sem eru að hans mati bestir í kringum flatirnar.
Pelz og Phil Mickelson hafa unnið vel saman.
Pelz og Phil Mickel-
son saman á Opna
breska.
Hvaða galla sérðu á stutta
spilinu meðal bestu kylfinganna?
DP: Atvinnumenn æfa það mikið að þeir
komast upp með að gera smávægileg
tæknimistök. Sumir þeirra eiga stundum í
erfiðleikum með að slá höggin nákvæmlega
eins og þeir ætla sér, til dæmis hvað varðar
spunann sem þeir ætla að setja á boltann.
Nefndu mér hæfileikaríkasta kylfing-
inn sem þú hefur unnið með?
DP: Nú heldur þú kannski að ég muni nefna
Phil Mickelson. Ég ætla hins vegar að nefna
Gary Hallberg eða Tom Purtzer. Phil er vissu-
lega með óhemju mikla hæfileika, en Gary og
Tom voru honum fremri, og hefðu sennilega
getað verið í fremstu röð í hvaða íþrótt sem
var. Þeir bjuggu yfir þvílíkum hæfileikum
þegar þeir voru ungir að þeir þurftu í raun
aldrei að þróa tæknina eða leggja að sér
í þjálfun svo þeir næðu langt. Hefðu þeir
virkilega gert það, þá hefðu þeir getað orðið í
fremstu röð kylfinga – mögulega þeir bestu.
Á hinum endanum er Tom Kite, sem var ekki
með sömu meðfæddu hæfileikana í íþróttum.
Hann braust áfram af eigin rammleik, gafst
aldrei upp, og ávann sér sæti í Frægðarhöll
golfsins.
Af þeim kylfingum sem þú hefur unnið
með, hver er, eða var, sá besti í stutta
spilinu?
DP: Það er Mickelson. Hann er með bestu
tilfinninguna fyrir þessum höggum og getur
slegið þau öll þegar mikið liggur við, án
nokkurs ótta við afleiðingarnar. Hann er afar
vinnusamur og hefur jákvæða afstöðu. Mic-
kelson er einfaldlega snillingur í stutta spilinu
því hann hefur ræktað hæfileika sína svo vel.
Eru til þjálfunaraðgerðir í stutta
spilinu sem þú ert algerlega ósammála?
DP: Já, algjörlega. Nefnum dæmi: Phil beygir
til dæmis úlnliðina snemma í baksveiflunni
og heldur kylfuhausnum opnum í gegnum
höggið. Steve Stricker beygir úlnliðina mun
minna fyrir sömu tegund af höggi. Þeir eru
báðir afar góðir í stutta spilinu. Paul Azinger
og aðrir sem eru með óvenjuleg grip hafa
þróað sínar eigin aðferðir og náð langt. Þann-
ig að við höfum þurft að þjálfa hvern kylfing
út frá hans eigin forsendum, líkamsbyggingu
og nálgun. Það er hægt að sveifla fleygjárni á
fleiri en einn hátt, þannig að ég er algerlega
ósammála þeim sem segja að allir eigi að gera
eins.