Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 102
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
102
UNG OG EFNILEG
Kinga Korpak
Staðreyndir:
Nafn: Kinga Korpak.
Aldur: Verð 11 ára í desember.
Klúbbur: GS.
Forgjöf: 11,4.
Uppáhalds matur: Pizza.
Uppáhalds drykkur: Jarðarberjasafi.
Uppáhalds kylfa: 6 járnið mitt.
Ég hlusta á: Ed Sheeran og meira.
Besta skor: 80 á Leirunni.
Rory eða Tiger: Rory.
PGA eða Evrópumótaröðin: Evrópu-
mótaröðin.
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Besta bókin: Harry Potter og blendings-
prinsinn.
Besta bíómyndin: Hobbit.
Hvað óttastu mest í golfinu: Ég er ekki
hrædd við neitt.
Evrópu- eða PGA-mótaröðin:
Evrópumótaröðin.
Besta bókin: Egils Saga.
Besta bíómyndin:
Shawshank Redemption.
Hvað óttastu mest í golfinu?
Slá „out of bounds.“
Golfpokinn:
Dræver: Cobra.
Brautartré: Titleist.
Járn: Mizuno.
Fleygjárn: MD.
Pútter: Mizuno.
Hanski: Foot-Joy.
Skór: Ecco.
Bolti: Titleist.
„ÉG ÆTLA AÐ BÆTA ALLT
SAMAN Í MÍNUM LEIK“
Hver er ástæðan fyrir að
þú hófst að leika golf?
„Zuzanna systir mín byrjaði á undan mér
og mig langaði bara að prófa þetta og vera
með.“
Hvað er það sem heillar þig við golf?
„Mér finnst mjög spennandi að spila.“
Hverjir eru þínir
framtíðardraumar í golfinu?
„Ég stefni á að komast í golfháskóla úti í
Bandaríkjunum.“
Hefur þú bætt þig mikið í golfinu
á undanförnum árum?
„Já, frekar mikið.“
Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu
og hvers vegna?
„Ég er mjög góð í að pútta en ég er ekki jafn
góð að slá.“
Hvað ætlar þú að bæta í þínum
leik fyrir næsta sumar?
„Ég ætla að bæta allt saman í mínum leik.“
Hvert er eftirminnilegasta atvikið
sem þú manst eftir úr golfi?
„Þegar ég vippaði af mjög löngu færi á 2.
holu í Leirunni.“
Hvað er það vandræðalegasta sem
þú hefur lent í á golfvellinum?
„Þegar ég sló út af vellinum í öðru höggi á
fyrstu holunni á Íslandsmótinu í höggleik á
Hellu í sumar.“
Hverjir eru uppáhalds
kylfingarnir og af hverju?
„Rory Mcllroy, þegar ég sá hann fyrst var
hann að vinna í einhverju stórmóti og ég
ákvað að verða jafn góð og hann.“
Í hvaða skóla ertu og
hvernig gengur í náminu?
„Ég er í Holtaskóla og mér gengur mjög vel
í náminu.“
Hvað æfir þú mikið yfir vetrartímann?
„Ég æfi mig á hverjum degi.“
Hver er uppáhalds golfvöllurinn
og hvers vegna?
„Urriðavöllurinn hjá Golfklúbbnum Oddi,
því að holurnar eru skemmtilegar og spenn-
andi.“
Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru
í sérstöku uppáhaldi hjá þér?
„16. í Leirunni, 18. á Urriðavelli og 1. holan á
Hlíðarvelli í Mosfellsbæ.“
Hvaða golfhola á Íslandi er ekki
í sérstöku uppáhaldi hjá þér?
„4. í Leirunni og 10. á Urriðavelli.“
Hvaða fjórir kylfingar skipa
draumaráshópinn að þér meðtöldum?
„Rory McIlroy, Bubba Watson og Tiger
Woods.“
Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf?
„Hanga með vinum og teikna.“