Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 106
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
106
EFNILEGUSTU
KYLFINGARNIR 2014
Karlaflokkur: Gísli Sveinbergsson GK
Kvennaflokkur: Ragnhildur Kristinsdóttir GR
ÁSKORENDA-MÓTARÖÐ
ÍSLANDSBANKA
Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Guðjón Heiðar Ólafsson GK 2700.00
2.-3. Þorsteinn Orri Eyjólfsson GKJ 1500.00
2.-3. Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson GK 1500.00
Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Emil Árnason GKG 5100.00
2. Einar Sveinn Einarsson GS 4177.50
3. Arnar Gauti Arnarsson GK 4136.25
Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Freydís Eiríksdóttir GKG 1500.00
Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Kristófer Tjörvi Einarsson GV 6412.50
2. Aron Emil Gunnarsson GOS 5407.50
3. Máni Páll Eiríksson GOS 4747.50
Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Sigrún Linda Baldursdóttir GKJ 7132.50
2. Thelma Björt Jónsdóttir GK 5077.50
3. Kristín Sól Guðmundsdóttir GKJ 4747.50
Uppskeruhátíð Golfsambands Íslands fór fram í lok septem-
ber í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand. Þar
voru veittar viðurkenningar til keppenda á Íslandsbanka-
mótaröð unglinga, áskorendamótaröð unglinga og Eimskipsmóta-
röðinni. Gísli Sveinbergsson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir
voru kjörinn efnilegustu kylfingarnir.
Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, fór lauslega
yfir árangur íslenskra kylfinga á golfsumrinu 2014. Haukur sagði að
vallarstarfsmenn golfklúbba landsins hafi unnið þrekvirki að koma
golfvöllum landsins í gott ástand eftir hamfaravetur sem einkenndist
af klakamyndun. Hann þakkaði samstarfsaðilum Golfsambandsins,
golfklúbbum og kylfingum fyrir samstarfið á þessu ári.
Haukur sagði að það væri sérstaklega ánægjulegt að Golfklúbbur
Akureyrar sé kominn að fullu inní dagskrá sambandsins eftir langt
hlé en keppt var bæði á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmóta-
röðinni á Jaðarsvelli í sumar. Innkoma GA styrki starf GSÍ sem er
samband klúbba frá öllu landinu. Forsetinn fór yfir helstu afrek ársins
í stuttu máli og nefndi þar m.a. að piltalandsliðið tryggði sér áfram-
haldandi stöðu í A-deild, Gísli Sveinbergsson sigraði á Duke of York
mótinu, varð einnig í þriðja sæti á Opna finnska áhugamannamótinu
og einnig á Brabant Open mótinu í Hollandi.
GÍSLI OG RAGNHILDUR
KJÖRINN EFNILEGUST
Á UPPSKERUHÁTÍÐ GSÍ
Gísli Sveinbergsson og Ragnhildur Kristinsdóttir.
Haukur Örn Birgisson, Kinga Korpak, Zuzanna Korpak og Hólmfríður Einarsdóttir.
Haukur Örn Birgisson, Signý Arnórsdóttir, Karen Guðnadóttir
og Dagný Jónsdóttir markaðsfulltrúi Eimskips.