Golf á Íslandi - 01.12.2014, Qupperneq 114
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
114
á leiktíðinni? McIlroy segir að hann hafi
aldrei efast um eigin getu. „Nei, aldrei,“ segir
hann. „Ég veit að sú vinna sem ég er búinn
að leggja í sveifluna mína á eftir að skila
mér árangri allan þann tíma sem ég verð
atvinnukylfingur. Að sjálfsögðu á ég mín
slæmu tímabil, en ég þekki sveifluna mína og
veit hvað ég þarf að gera, þegar eitthvað fer
úrskeiðis.“
Minningar um góða frammistöðu, til dæmis
á Opna bandaríska meistaramótinu árið
2011, hjálpuðu til, þegar á móti blés, eins og
til dæmis á Honda Classic mótinu í fyrra,
þegar McIlroy hætti keppni. „Getan var
enn til staðar,“ segir hann um þetta tímabil
á síðasta ári og fyrstu mánuði þessa árs.
„Vandamálið var ekki að ég gæti ekki spilað
gott golf; ég þurfti bara að finna leið til að
leyfa getunni að koma í ljós aftur. Þegar ég
komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna
breska á Muirfield í fyrra, þá man ég að ég
sagði við sjálfan mig að þetta ætlaði ég ekki
að láta gerast aftur; það hefur margt breyst á
einu ári.“
Með báðar fætur á jörðinni
McIlroy reynir hvað hann getur að halda
báðum fótum á jörðinni, þrátt fyrir frægð
sína og frama síðustu árin. Þess vegna er
erfitt að fá hann til að tala um framtíðina og
mögulegan sess í sögu golfsins. „Ég þarf að
taka eitt skref í einu,“ segir hann og það er
nokkuð ljóst að hann er að tala um löngun
sína til að sigra á Mastersmótinu næsta vor,
klára Alslemmuna og verða þannig sigur-
sælasti kylfingur Evrópu. „En golfheimurinn
er svolítið að leita að einhverjum til að
standa upp; ég hef alveg gefið til kynna að ég
vilji verða sá maður.“
„Það felst mikil ábyrgð í því að verða ´andlit
golfsins´ eða eitt af þeim andlitum sem golfi-
þróttin kennir sig við, en ég held að ég sé fær
um að takast á við það. Maður verður að taka
því fagnandi og ekki líta á það sem einhverja
byrði. Mig langar til að verða kylfingurinn
sem reglulega sigrar á risamótum og ég
held að ég geti það. Ég er að spila gott golf
um þessar mundir og vil auðvitað halda því
áfram eins lengi og ég get. Það eru miklar
væntingar bundnar við Masters mótið, en
það er fullt af verkefnum áður en að því
kemur.“
Fyrir réttum sjö árum gekk átján ára gamall
McIlroy af St. Andrews vellinum í Skotlandi
og fór í hraðbanka: þá átti hann 170 þúsund
pund. Hann var þá nýbúinn að tryggja sér
þriðja sætið á Alfred Dunhill Links meistara-
mótinu með því að spila síðasta hringinn á
68 höggum; þessi verðandi golfmeistari með
óstýriláta hárið trúði því varla hvað hann
var orðinn vel stæður. Að mörgu leyti hefur
ekkert breyst. „Það er mjög mikilvægt að
gleyma því ekki hvaðan maður kemur, halda
haus og reyna að vera hreinskilinn. Ég er
afar heppinn að geta einbeitt mér að þessari
íþrótt. Hún hefur gefið mér mikið og ég vil
gera það sem ég get.“
Bestu keppnis-
tímabilin
Hvernig er tímabil Rorys
í samanburði?
Bobby Jones, 1930
Jones er eini kylfingurinn í sögu golfsins
sem sigraði á meistaramótum áhuga-
manna og atvinnumanna í Bretlandi og
Bandaríkjunum á sama árinu. Hann dró
sig í hlé eftir þetta afrek og kom Masters
mótinu af stað þremur árum síðar
Ben Hogan 1953
Fjórum árum eftir bílslys sem næstum
lagði hann að velli var Hogan ósigrandi á
vellinum árið 1953. Hann sigraði á öllum
fimm mótum PGA mótaraðarinnar, þar
á meðal á Masters og Opna bandaríska
meistaramótinu, auk þess að sigra á
Opna breska, en gat ekki spilað á PGA
meistaramótinu.
Lee Trevino, 1971
Trevino sigraði á Opna bandaríska,
Opna kanadíska og Opna breska
meistaramótinu þetta árið. Hann sigraði
á sex mótum og fékk fjölda annarra
viðurkenninga.
Jack Nicklaus, 1972
Nicklaus sigraði átta sinnum árið 1971
og hélt sigurgöngu sinni áfram árið eftir,
með því að sigra á Masters og Opna
bandaríska. Hann lenti síðan í öðru sæti
á Opna breska, einu höggi á eftir Lee
Trevino.
Tiger Woods, 2000
Tiger sigraði á níu mótum, þar á meðal
þremur risamótum. Þegar hann sigraði
svo á Masters árið eftir og kláraði ´Tiger
Slam´, varð hann eini kylfingurinn í
sögu íþróttarinnar að sigra á fjórum risa-
mótum í röð.
Inbee Park, 2013
Rétt eins og Babe Zaharias árið 1950
sigraði Park á þremur risamótum í röð
og fékk þar með tækifærið til að verða
eini kylfingurinn til að ná öllum fjórum
risatitlunum á einu ári.