Golf á Íslandi - 01.08.2015, Síða 8

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Síða 8
Hvar á Íslandsmótið að vera? Íslandsmótið í golfi er stærsti viðburður sem golfhreyfingin stendur fyrir á hverju ári. Undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en fyrsti keppandi slær upphafshöggið sitt og vinnustundirnar að baki eru óteljandi. Mikill fjöldi sjálfboðaliða leggur á sig ómælda vinnu til að gera aðstæður með besta móti svo færustu kylfingar landsins fái notið þess til fulls að leika á mótinu. Þessi vinna sjálfboðaliðanna verður aldrei fullmetin að verðleikum og því mikilvægt að halda starfi þeirra á lofti við hvert tilefni. Það er eftirsóknarvert fyrir golfklúbba landsins að halda Íslandsmót. Í því felst m.a. góð auglýsing fyrir klúbbinn og golfvöllinn, enda kemur fjöldi áhorfenda á staðinn til að fylgjast með spennandi keppni auk þess sem þúsundir sjónvarpsáhorfenda fylgjast með heima í stofu. Eins og flestir vita þá er sjónvarpað frá mótinu í beinni útsendingu á stærstu sjónvarpsstöð landsins. Ég hef áður sagt það en segi það hér aftur, að slíkt er einsdæmi í heiminum. Ég veit ekki til þess að sýnt sé frá áhugamannamóti í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi. Þessi auglýsing fyrir völlinn fær fleiri kylfinga til að vilja leika völlinn og njóta alls þess sem hann hefur upp á að bjóða. Undanfarin ár hefur umræða um Íslandsmótsvellina farið vaxandi og togast á tvenns konar sjónarmið. Sjónarmið þeirra sem vilja eingöngu að Íslandsmótið fari fram á höfuðborgarsvæðinu og þeirra sem vilja dreifa mótunum um landið. Til þessa hefur golfhreyfingin notast við seinni aðferðarfræðina og oftar en ekki hefur Íslandsmótið verið haldið hjá golfklúbbi sem fagnar stórafmæli það árið. Að sjálfsögðu er stórafmæli golfklúbbs, eitt og sér, ekki næg ástæða til að halda þar Íslandsmót þar sem margt annað þarf að koma til, sem snýr að gæðum vallar og annarri aðstöðu. Það má tefla fram sterkum rökum fyrir báðum sjónarmiðum. Ef mótið væri bundið við höfuðborgarsvæðið myndu, að öllum líkindum, fleiri áhorfendur mæta á staðinn, sem er mikilvægt fyrir keppendur, aðstandendur og samstarfsaðila. Það gefur mótinu mun skemmtilegri blæ þegar margir áhorfendur fylgja keppendum eftir. Framkvæmd mótsins getur líka að mörgu leyti verið auðveldari þegar mótið er haldið á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar getur það verið frábær lyftistöng fyrir klúbba utan höfuðborgarsvæðisins að halda Íslandsmót. Völlurinn fær góða kynningu, áhugi á íþróttinni í sveitarfélaginu eykst og mikil þekking og reynsla við mótahald verður til. Þá geta klúbbarnir nýtt sér viðburðinn til að auka samstarf við sitt sveitarfélag. Þrátt fyrir frábært afþreyingargildi fyrir hinn almenna kylfing þá er golf keppnisíþrótt og þegar bestu kylfingar landsins koma saman á stærsta móti ársins þá þarf að gera ríkar kröfur til keppnisvallar og aðstöðu. Það er mikilvægt að kröfur og væntingar til golfvallarins séu miklar því bestu kylfingarnir verðskulda bestu aðstæðurnar. Það er verkefni golfhreyfingarinnar að setja sér reglur og viðmið þegar kemur að mótahaldi í framtíðinni og stendur sú vinna yfir. Eðlilegt er að mismunandi viðmið séu lögð til grundvallar eftir því hvaða mót á í hlut auk þess sem mismunandi sjónarmið geta átt við um unglingamót, stigamót fullorðinna eða Íslandsmótið sjálft, svo dæmi séu tekin. Golfvöllur sem uppfyllir skilyrði þess að halda almennt stigamót þarf ekki endilega að vera heppilegur staður fyrir Íslandsmót. Eftir nokkra daga hefst Íslandsmótið á Garðavelli á Akranesi. Völlurinn er einn af betri völlum landsins og klárlega heppilegur vettvangur Íslandsmóts. Völlurinn mun bjóða keppendum upp á krefjandi áskoranir og munu tveir bestu kylfingarnir í hvorum flokki standa uppi sem Íslandsmeistarar. Þótt völlurinn tilheyri ekki höfuðborgarsvæðinu vonast ég innilega til þess að sjá sem flesta áhorfendur á Skaganum. Vissulega er sjónvarpsútsendingin skemmtileg en það jafnast ekkert á við að mæta á völlinn. Það er ávísun á góða skemmtun að fylgjast með bestu kylfingum landsins, milliliðalaust í frábæru umhverfi. Sjáumst á Garðavelli. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands 8 GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.