Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 20
Frá vinstri: Úlfar Jónsson, Hlynur
Bergsson, Björn Óskar Guðjónsson,
Tumi Hrafn Kúld, Henning Darri
Þórðarson, Gísli Sveinbergsson,
Fannar Ingi Steingrímsson og
Ragnar Ólafsson
Piltalandsliðið í golfi, skipað leikmönnum yngri en 18
ára, endaði í 16. sæti á Evrópumeistaramótinu sem
fram fór í Finnlandi. Leikið var á Pickala Park Course
sem er skógarvöllur, 6651 metri að lengd.
Þrettán efstu þjóðirnar tryggðu sér þátttöku
rétt á mótinu á næsta ári, en þrjár neðstu
þjóðirnar fara niður í 2. deild og leika
í undankeppni til að komast aftur upp.
Það var hlutskipti Íslands að þessu sinni.
Ísland lék í B-riðli eftir höggleikskeppnina
þar sem þjóðirnar í sætum 9.–16. kepptu sín
á milli en Ísland endaði í 16. sæti eftir 36
holu höggleikskeppni.
Gísli Sveinbergsson var með langbesta
skorið hjá íslenska liðinu en hann varð
annar í höggleiknum á -9 samtals en Norð
maðurinn Kristoffer Reitan varð efstur
á -11.
Gísli Sveinbergsson (GK) 68-67, Björn
Óskar Guðjónsson (GM) 74-80, Henning
Darri Þórðarson (GK) 75-72, Hlynur
Bergsson (GKG) 80-74, Tumi Hrafn Kúld
(GA) 80-77,
Fannar Ingi Steingrímsson (GHG) 81-77.
Í B-riðli var leikin ein umferð daglega í
riðlakeppninni, einn fjórmenningur og fjórir
tvímenningar. Í fyrstu umferð tapaði Ísland
gegn Finnlandi 4 ½ - ½, næst var leikið
gegn Belgíu og tapaðist sá leikur naumlega
3-2 og í lokaumferðinni sigraði Spánn lið
Íslands nokkuð örugglega.
Þjálfari liðsins var Úlfar Jónsson og liðsstjóri
var Ragnar Ólafsson.
– Piltalandsliðið féll úr deild þeirra
bestu á Evrópumeistaramótinu
16. sætið staðreynd
í Finnlandi
20 GOLF.IS