Golf á Íslandi - 01.08.2015, Blaðsíða 22
„Holunum fjölgar eins og árunum,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir,
kylfingur úr GR, sem fagnaði 65 ára afmæli sínu með því að spila 65 holur á
Korpúlfsstaðavellinum.
„Ég kláraði þetta á 23 tímum og 10 mínútum. Þetta var samt ekki samfellt,
ég fór heim og svaf aðeins á milli annars og þriðja hrings,‘‘ segir Þórunn
sem hefur áður fagnað afmæli sínu með þessum hætti og þá alltaf á
heimavellinum á Korpúlfsstöðum. Í ár lék hún Sjóinn og Ána þrisvar sinnum
en ellefu holur á Landinu.
„Mér fannst eiginlega erfiðast að taka
ákvörðun um að ég ætlaði að reyna þetta
einu sinni enn og það kom ekkert annað til
greina en spila þetta fótgangandi. Þegar ég
sá veðurspána sagði ég við sjálfa mig: „Þú
ert aumingi Þórunn ef þú þorir ekki út í
hvaða sumarveður sem er!“ og ákvað að fara
af stað út í þetta. Ég fann strax þegar ég var
kominn vel af stað á öðrum hring að ég réð
vel við þetta og þá varð þetta mjög gaman,“
segir afmælisbarnið. Meðal þeirra sem léku
afmælishringina með Þórunni voru sonur
hennar, bróðir og mágkona. „Oftast var
eitthvert þeirra með mér og það er ekki
lítil hvatning að spila með eðalspilurum
og skemmtilegu fólki.“
Hver hringur
er ótrúleg áskorun
Þórunn hefur ekki stundað golf nema í
sjö ár en er heltekin af íþróttinni og vill
spila fjóra hringi hið minnsta í viku. Hún
er fædd og uppalin á Skipaskaga en hefur
búið í Reykjavík síðan 1968. „Fyrir sjö árum
hafði ég loksins nógan tíma til að fara að
stunda golf af fullum krafti og þá féll ég
svo gjörsamlega fyrir íþróttinni að nú snýst
tíminn, frá því snemma á vorin fram á
harða haust, um að komast út á völl,” segir
Þórunn.
„Maðurinn minn leiðbeindi mér í upphafi
og hann var góður í því hlutverki. Ég fór
líka á nokkur námskeið og greip í kylfu
nokkrum sinnum á sumri en hafði aldrei
tíma til að stunda þetta. Núna þegar ég hef
tíma finnst mér þetta skemmtilegasta útivist
sem til er og hver hringur ótrúleg áskorun,“
segir Þórunn. “Það sem er svo heillandi
við golfið er að árangurinn er undir mér
sjálfri kominn, ekki samspilurunum og ekki
veðrinu en það geta þó komið dagar sem
veðrið verður þátttakandi í leiknum.“
„Gott hjá þér, Þórunn!“
Þórunn segist eiga það til að tala við sjálfa
sig úti á velli, sérstaklega þegar hún spilar
ein síns liðs. „Ég ávarpa sjálfa mig: „Þú
getur betur en þetta, Þórunn!“ og svo hrósa
ég mér líka. „Gott hjá þér, Þórunn!“. Ég
vona bara að enginn heyri í mér en ég spila
stundum ein og þá er þetta allt í lagi,“ segir
Þórunn hlæjandi.
Þórunn er með 27,7 í forgjöf og er síður
en svo sátt við það. “Nei, nei, það er mjög
Fagnaði 65 ára afmælinu
með 65 holum
Þótt Þórunn Guðmundsdóttir hafi aðeins
leikið golf í sjö ár er hún heltekin af íþróttinni.
Hún fagnaði 65 ára afmælinu sínu með 23 tíma
golfiðkun. Það sem heillar hana við íþróttina,
fyrir utan útiveru í misjöfnu veðri, er að þurfa
sífellt að aga sjálfa sig og geta ekki kennt
neinum öðrum um þegar illa gengur á hringnum.
Hún á það til að tala við sjálfa sig úti á velli –
hvetja sjálfa sig áfram, minna sig á að hún geti
betur og hæla sjálfri sér þegar vel gengur
Snýst allt um golf:
Þórunn kynntist
golfíþróttinni fyrir
sjö árum.
OMEGA 3 LIÐAMÍN HYAL-JOINT®
Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni
Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum
og viðheldur heilbrigði þeirra.
Liðamín inniheldur Hyal-Joint sem einnig má
finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem
smyr og viðheldur mýkt í liðamótum.
Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja
stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun
og líkamsrækt.
SKJÓTARI EN SKUGGINN
www.lidamin.is
J
A
N
Ú
A
R
22 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Fagnaði 65 ára afmælinu með 65 holum