Golf á Íslandi - 01.08.2015, Blaðsíða 24
lélegt. Það var slæmt sumarið hjá mér í
fyrra og árið þar áður og ég hækkaði bara og
hækkaði. Svo kom þessi endurútreikningur
í febrúar og þá hækkuðu þeir mig um tvo
heila. Ég átti það alveg skilið en nú er
markmiðið bara koma forgjöfinni niður,
það er ekkert annað í boði!“
Af samtalinu við Þórunni má ætla að hún
hafi gríðarlegt keppnisskap sem hún gengst
fúslega við. „Ég hef alltaf haft keppnisskap.
Það kemur fram í ýmsu sem ég tek mér fyrir
hendur og ekki síst í golfinu.
Bara gott og skemmtilegt
fólk í golfinu
Þórunn segist ekki ferðast mikið um landið
til að spila golf. Heimavöllurinn sé enda
hennar uppáhaldsvöllur. „Grafarholtið
er náttúrlega einstakt en Korpan toppar
hann eftir endurbæturnar. Korpan er
minn uppáhaldsvöllur, fjölbreyttur og
alltaf eitthvað nýtt að takast á við,“ segir
Þórunn. „Svo hef ég farið í nokkrar ferðir
til Spánar og kynnst mikið af góðu fólki,
og öllu skemmtilegu. Eins einkennilegt og
það er þá kynnist þú ekkert nema góðu og
skemmtilegu fólki í golfinu.“
Þórunn segir að veikleikar sínir í golfinu
séu hversu höggstutt hún er. Styrkleikarnir
eru hins vegar þeir að hún týni nánast
aldrei bolta og er oftast þráðbein og það
komi mjög góðir púttdagar. „En auðvitað er
dagamunur hjá mér eins og öllum. Stundum
þarf ég að anda djúpt og rólega til að verða
ekki alveg brjáluð og þá tala ég bara við
sjálfa mig.“
Spurð hvort öðru fólki geti ekki þótt það
skrýtið að sjá konu standa úti á miðjum velli
að tala við sjálfa sig segir Þórunn: „Það getur
vel verið en það snertir mig ekki neitt.
Ég er orðin það gömul og þroskuð að mér er
eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst
um mig.“
Nafn: Þórunn Guðmundsdótttir
Aldur: 65 ára
Starf: Sagnfræðingur á Þjóðskjala
safninu.
Forgjöf: 27,7
Golfkylfur: Glænýtt Ping-járnasett
sem miklar vonir eru bundnar við
Taylor Made driver, 5 ára gamall en
reynist vel.
Adams brautartré úr gamla settinu
mínu.
Pútter: Gamall styttur Adams
pútter, ég hef ekki fundið neinn
betri.
Maki: Bjarni Ásmunds rafmagns
tæknifræðingur.
Börn: Þrjú börn, öll uppkomin;
Geir Sigurður Jónsson golfari og
tölvunarfræðingur hjá Meniga,
Margrét Vilborg Bjarnadóttir
prófessor við Maryland háskóla
(einn æðislegur golfvöllur þar)
og Sindri Bjarnason golfari og
tölvunarfræðingur í Helsinki.
65 holur á einum degi: Þórunn lék 65 holur á 65 ára afmælisdeginum.
Þórunn á Korpu
Þórunn skráði
afmælishringina
ekki til forgjafar en
þeir voru allir mjög
jafnir, frá 101 höggi
og upp í 107.
Vongóð: Upphafshöggið hjá Þórunni
fór ekki alveg eins og til stóð.
GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK | | |
GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ
PowerBug rafmagnskerran er
aðeins 9,4 kg með rafhlöðu
Verð: 157.000 kr
PowerBug hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á.
PowerBug er sterk og létt rafmagnskerra með mjög lágri bilanatíðni og
lithium rafhlöðu sem vegur aðeins 1 kg. Heildarþyngd kerrunnar með
rafhlöðu er því aðeins um 9,4 kg. Lithium rafhlaðan dugar að lágmarki
27 holur.
Hægt er að senda hana 10, 20, 30, 40 eða 50 metra áfram á eigin
vegum. Fáanleg svört og hvít.
Fáanlegir aukahlutir
fyrir PowerBug.
Lithium rafhlaðan er
ótrúlega létt og lítil
24 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Fagnaði 65 ára afmælinu með 65 holum