Golf á Íslandi - 01.08.2015, Síða 32
„Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina og ég hlakka til
að fara að ári í þetta mót,“ segir GR-ingurinn Andri Þór Björnsson sem náði
alla leið í 16-manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fór
í Skotlandi 15. - 20. júní. Andri Þór tapaði gegn franska kylfingnum Daydou
Alexandre 2 &1 á Carnoustie-vellinum.
„Ég gaf þetta frá mér með lélegum holum í
miðjum leiknum en aðstæður voru frekar
erfiðar þegar vindurinn fór að blása af krafti.
Þetta var samt sem áður skemmtilegt og góð
reynsla sem maður fer með heim eftir slíka
keppni,“ bætti Andri við.
Árangur íslenskra kylfinga vakti gríðarlega
athygli en alls komust þrír Íslendingar í
32-manna úrslit mótsins. Gísli Svein
bergsson (GK) og Guðmundur Ágúst
Kristjánsson (GR) féllu úr leik í 32-manna
úrslitum eftir að hafa unnið leiki sína líkt
og Andri Þór í 64-manna úrslitum.
Andri Þór sigraði Michel Cea frá Ítalíu 4/3.
Gísli tapaði gegn Skotanum Grant Forrest
3/1 og Guðmundur Ágúst tapaði gegn
Mateusz Gradecki frá Póllandi 1/0. Forrest
sem Gísli tapaði gegn fór alla leið í úrslit þar
sem hann tapaði gegn Frakkanum Romain
Langasque.
Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín í
8-manna úrslit á þessu móti sem er besti
árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu
sögufræga móti.
Það er að miklu að keppa á þessu
móti þar sem sigurvegarinn, Romain
Langasque, fékk keppnisrétt á sjálfu Opna
breska meistaramótinu sem fram fer á
St. Andrews í Skotlandi í júlí. Að auki
fær hann keppnisrétt á Opna bandaríska
meistaramótinu sem fram fer á Oakmont
Country vellinum á næsta ári, og sjálfu
Mastersmótinu á Augusta á næsta ári.
Árangur íslensku keppendanda er ótrúlega
góður þar sem tæplega 300 kylfingar tóku
þátt og aðeins 64 efstu komust áfram í
holukeppnina sem tók við eftir 36 holu
höggleik.
Opna breska áhugamannamótið fór fram
að þessu sinni í Skotlandi en leikið var á
tveimur völlum, Carnoustie og Panmure
Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta
sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir
keppnisdagarnir eru höggleikur þar sem
keppendur spila um að komast í sjálfa
holukeppnina.
Sjö íslenskir kylfingar tóku þátt en alls
tóku 288 kylfingar þátt frá 30 mismunandi
þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga
á heimslista áhugamanna á þessu móti og
aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast
inn.
Andri Þór Björnsson úr GR, Gísli Svein
bergsson, GK og Guðmundur Ágúst
Kristjánsson úr GR náðu allir að komast í
hóp 64 efstu.
Guðmundur Ágúst lék best allra af íslensku
keppendunum en hann endaði í þriðja sæti
í höggleiknum á -5 (71-66), Gísli og Andri
voru jafnir á +1 samtals í 49. sæti.
Aron Júlíusson, GKG (72-72) +2
Haraldur Franklín Magnús, GR (76-73) +6
Rúnar Arnórsson, GK (77-72) +7
Ragnar Már Garðarsson, GKG (85-74) +17
– Frábær árangur íslenskra kylfinga á Opna breska
áhugamannamótinu vakti athygli
Það skemmtilegasta
sem ég hef gert
Ótakmarkað golf og beint flug til Birmingham með Icelandair
Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000
THE BELFRY
RYDER CUP HOSTE VENUE
1985, 1989, 1993, 2001
Verð frá kr. 139.000 á mann í tvíbýli.
Ryder Cup völlurinn 1985, 1989, 1993 og 2001
GOLFFERÐIR Á
BELFRY
„Belfry er með flottari golfstöðum sem ég hef
komið á. Golfvellirnir, gistingin og Ryder sagan.
Nú í dauðafæri fyrir íslenska kylfinga með beinu
flugi til Birmingham.“
Páll Ketilsson – ritstjóri Víkurfrétta, vf.is og
kylfingur.is
„Ef þú ert að leita eftir einstakri golf upplifun,
þá er Belfry málið. Þetta er draumaferðin.“
Jóhann Pétur Guðjónsson,
framkvæmdastjóri, GB ferðir
„Öll aðstaða á Belfry er til mikillar fyrirmyndar
enda allt nýuppgert, barirnir sem og klúbbhúsið
með afbrigðum skemmtilegt og þar geta kylfingar
fundið alltaf eitthvað fyrir sitt hæfi. Vill fá að
þakka GB Ferðum og öllum hópnum fyrir tækifæri
til að njóta þessa alls í frábærum félagskap á topp
stað … og ég kem örugglega aftur … og aftur …“
Jón Pétur Jónsson, Örninn Golfverslun
32 GOLF.IS