Golf á Íslandi - 01.08.2015, Síða 40

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Síða 40
er ótrúlega Hluti af fjölskyldunni í 60 ár „Undirbúningurinn hófst árið 2013 þegar við sóttum um að Íslandsmótið færi fram á Garðavelli á 50 ára afmælisári Leynis árið 2015. Fljótlega eftir að það var ljóst þá fórum við að undirbúa okkur. Við fengum góð ráð frá Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varðandi ýmsa hluti við framkvæmdina,“ segir Guðmundur þegar hann er inntur eftir því hvenær undirbúningur hófst hjá klúbbnum. Hann leggur áherslu á að mikill metnaður sé hjá klúbbnum að halda glæsilegt Íslandsmót á frábærum keppnisvelli. Framkvæmdastjórinn bætir því við að Leynir hafi fengið góðan stuðning frá ýmsum aðilum. „Akraneskaupstaður hefur stutt vel við bakið á okkur með fjárstuðningi og við fengum góðan styrk frá Menntamála ráðuneytinu. Leynir var eitt félaganna sem datt í lukkupottinn, en klúbburinn hlaut fimm milljóna króna styrk vegna aðstöðuuppbyggingar fyrir Íslandsmótið. Við höfum gert margt fyrir þessi framlög, bætt göngustíga og lagað teiga svo eitthvað sé nefnt. Í raun eru ótal margir hlutir sem við höfum gert í aðdraganda Íslandsmótsins með góðri samvinnu við áðurnefnda aðila og að sjálfsögðu alla samstarfs- og styrktar aðila okkar til margra ára.“ Viktor Elvar var um tíma formaður Leynis og hann þekkir alla innviði klúbbsins. „Mitt helsta hlutverk er að samræma störf sjálfboðaliða á meðan á mótinu stendur. Guðmundur framkvæmdastjóri hefur undirbúið rammann fyrir þetta mót mjög vel og ég kem inn í þetta með honum og öðrum sem eru í mótsstjórninni. Við þurfum á bilinu 50-70 sjálfboðaliða á meðan mótið fer fram í allskonar verkefni. Við vitum að klúbbfélagar og bæjarbúar á Akranesi taka þátt í þessu verkefni með okkur og þetta verður bara skemmtilegt.“ Viktor vonast eftir því að veðrið verði sem allra best eins og það er oftast á „Flórída Skaganum“ eins og heimamenn kalla Akranes oftast. Ef veðrið verður gott er von á miklu fjölmenni á svæðið. „Það verður nóg af bílastæðum fyrir kepp endur og áhorfendur. Bílastæðin við Garða völl verða ætluð fyrir keppendur og starfs menn. Við munum setja upp bílastæði við Ásabraut og í næsta nágrenni við Garðavöll fyrir gesti. Það verður auðvelt aðgengi að vellinum frá þessum stöðum sem verða vel merktir. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá sem flesta hérna. Það er mjög gott að fylgjast með golfmótum hér á Garðvelli. Þrátt fyrir að Akranes sé þekkt fyrir að vera slétt þá er mikið af landslagi á Garðavelli þar sem gott er að staðsetja sig og fylgjast með bestu kylfingum landsins.“ Séð yfir 4. flötina sem er ný á Garðavelli og var ekki notuð árið 2004 þegar Íslandsmótið fór þar fram í fyrsta sinn. Það er metnaður okkar hjá Leyni að umgjörðin fyrir Íslandsmótið verði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Við verðum með áhorfendastúku við lokaholuna, það verður stór og glæsilegur upplýsingaskjár á þeim stað, svo eitthvað sé nefnt. Áhorfendur eiga að fá góða upplifun með heimsókn sinni á stærsta golfmót ársins. 40 GOLF.IS - Golf á Íslandi Alltaf gott veður á „FlórídaSkaganum“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.