Golf á Íslandi - 01.08.2015, Page 52
sænska fyrirtækinu
og GPS tæki frá
og .
GERA 40%
FLEIRI BOLTAR
SVEIFLUNA
40% BETRI?
40%
MEIRA AF
BOLTUM!
SÝNDU LYKIL EÐA KORT Í BÁSUM
Sumrinu fylgja langir og bjartir dagar sem tilvalið er að nýta
til golfiðkunar. Nú fá handhafar lykils eða korta frá Olís og ÓB
40% fleiri golfbolta í Básum, sem bjóða upp á aðstæður eins
og þær gerast bestar til golfæfinga. Þú þarft einfaldlega að
framvísa lyklinum eða kortinu þegar þú kaupir bolta í Básum.
olis.is
Árið 2004 var því lýst í Morgunblaðinu að golfið sem Birgir Leifur lék á
Íslandsmótinu árið 2004 á Garðavelli hafi verið „leiðinlega öruggt“ og lítið
var um flugeldasýningar. Hann lék samtals á -5 á 72 holum og sigraði með
fimm högga mun en Björgvin Sigurbergsson úr Keili varð annar.
„Ég setti niður flesta fuglana í mótinu og
gerði fæstu mistökin – það er kannski
leiðinlegt golf en þetta virkar ágætlega. Ég
legg flest mót upp þannig að ég byrja frekar
rólega og kem mér í gírinn. Sé til hvernig
pútterinn virkar þann daginn. Maður er
ekki alltaf að leika inn á miðja flöt, ég slæ
á „pinnann“ þegar ég sé að tækifærin eru
til staðar. Ég sæki þegar það hentar en með
skynsemina að vopni. Sem dæmi þá gæti
ég alveg tekið dræverinn á sjöttu braut. Það
fer allt eftir vindátt og hvernig holurnar
á undan hafa gengið. Er tilfinnining góð?
Er meðvindur eða mótvindur, hvar er
„pinninn“ – og innáhöggið er heldur ekkert
létt ef maður leggur upp.“
Birgir segir að samkeppnin í íslensku golfi
sé töluvert meiri nú en árið 2004 en hann
ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni.
„Breiddin í íslensku golfi hefur vissulega
aukist en það voru líka mjög margir
góðir kylfingar að keppa um sigurinn árið
2004,“ segir Birgir Leifur þegar hann var
inntur eftir þeim breytingum sem hann
sér á íslensku afreksgolfi frá þeim tíma
þegar hann hampaði titlinum árið 2004 á
Garðavelli.
Birgir verður í hlutverki landsliðsþjálfara í
aðdraganda Íslandsmótsins en hann kippir
sér ekkert upp við það að vera kallaður
„gamli kallinn“ af landsliðskylfingunum
sem verða á meðal hans helstu keppinauta á
Garðavelli á Íslandsmótinu.
„Þeir kalla mig gamla kallinn. Ég set mikla
pressu á sjálfan mig, ég vinn út frá mínum
markmiðum. Ef ég sigrast á þeim þá er
ég rosalega ánægður. Stundum dugir það
til sigurs og stundum ekki. Ég ætla svo
sannarlega að vona keppnin verði hörð en
mitt markmið er að ég eigi möguleika á að
blanda mér í baráttuna um sigurinn þegar 9
holur eru eftir af þessu langa móti. Ég veit
að ég þarf að spila mitt besta golf til þess að
eiga möguleika á sigri,“ sagði Birgir Leifur
Hafþórsson sem tvívegis hefur náð að verja
titilinn á Íslandsmótinu í golfi.
Þaulreyndur. Birgir Leifur sigraði í fyrsta
sinn á Íslandsmótinu í golfi árið 1996.
52 GOLF.IS - Golf á Íslandi
„Þeir kalla mig gamla kallinn“