Golf á Íslandi - 01.08.2015, Page 74
SPROTAR OG NÝSKÖPUN
Lyklar að
velgengi
Það er líklegast til árangurs að fyrirtæki einbeiti sér
að því sem þau eru best í. Fyrir frumkvöðla er það að
breyta góðri hugmynd í eitthvað stærra og meira. Við
höfum þekkingu og reynslu til að aðstoða þig svo þínir
kraftar fari í það sem skiptir máli.
Sæktu Lykla að velgengni á vef KPMG, þar
sem farið er yfir atriði sem skipta máli við að
koma viðskiptahugmynd í framkvæmd og ýta
sprotafyrirtæki úr vör.
kpmg.is
keppni. Golfkynningin í Básum heppnaðist
líka vel og það komu yfir hundrað manns
á öllum aldri til að prófa golf í fyrsta sinn
eða til að æfa sig og fá leiðbeiningar. Síðast
en síst voru gefnar milljón krónur til góðs
málefnis.
Ég er aldrei ánægður með tap en Pressuliðið
var sterkt með atvinnumennina og marga
aðra snjalla kylfinga. Pressuliðið hefur alltaf
„underdog“ stimpil á sér og kom kannski
ákveðnara til leiks en landsliðið. Það er
upplyfting fyrir landsliðsfólkið að koma
fram sem landslið, það finnur hvað það er
mikill heiður að vera á leið í stórt verkefni
fyrir Ísland. Það var mikilvægt fyrir liðið
að leika í „foursome“ eða fjórmenningi sem
leikmenn eru mjög sjaldan að spreyta sig á,
í raun einungis í sveitakeppnunum. Þannig
að það var mikilvægt að ná æfingu í því
fyrirkomulagi,“ sagði Úlfar.
Páll Ketilsson var liðsstjóri Pressuliðsins
ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur. Páll var
ánægður með sigurinn og keppnisfyrir
komulagið. „Mér fannst dagurinn takast
vel. Keppendur voru ánægðir og þetta
form er skemmtilegt og tilvalið að setja
upp svona keppni fyrir landsliðin á góðum
tíma að sumri. Sigurinn kom ekki á óvart.
Þeir sem voru valdir í Pressuliðið eru að
banka á landsliðsdyrnar. Þegar komið er í
holukeppni minnkar getumunur ef hann
er einhver. Þannig er holukeppni. Ég held
að Pressuliðið hafi leikið með það í huga
að sýna hvað í því býr og kannski var því
hugarfarið ákveðnara en hjá landsliðinu
þegar á hólminn var komið. Stemningin
var góð í Pressuliðinu. Ég talaði við alla
leikmenn liðsins úti á velli og var á 1. teig
með öllum í upphafi. Ég hafði gaman af því
hvað leikmenn Pressuliðsins langaði mikið
til að vinna sínar viðureignir. Við höfðum
öll gaman af þessu,“ sagði Páll Ketilsson.
Landslið ı Pressulið - úrslit:
Leikur 1. Fjórmenningur.
Landslið: Hlynur Bergsson GKG - Tumi Hrafn Kúld GA. 2/1
sigur.
Pressulið: Hákon Örn Magnússon GR - Sigurþór Jónsson GK.
Leikur 2. Fjórmenningur.
Landslið: Björn Óskar Guðjónsson GM - Henning Darri
Þórðarson GK. 2/0 sigur.
Pressulið: Emil Þór Ragnarsson GKG - Birgir Björn Magnússon
GK.
Leikur 3. Tvímenningur.
Landslið: Gísli Sveinbergsson GK.
Pressulið: Egill Ragnar Gunnarsson GKG. 3/2 sigur.
Leikur 4. Fjórmenningur.
Landslið: Ragnhildur Kristinsdóttir GR - Anna Sólveig
Snorradóttir GK. 6/4 sigur.
Pressulið: Berglind Björnsdóttir GR - Saga Traustadóttir GR.
Leikur 5. Fjórmenningur.
Landslið: Karen Guðnadóttir GS - Heiða Guðnadóttir GM.
Pressulið: Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG - Helga Kristín
Einarsdóttir NK. 2/1 sigur.
Leikur 6. Fjórmenningur.
Landslið: Haraldur Franklín Magnús GR - Andri Þór
Björnsson GR. 1/0 sigur.
Pressulið: Stefán Már Stefánsson GR - Benedikt Sveinsson GK.
Leikur 7. Fjórmenningur.
Landslið: Axel Bóasson GK - Rúnar Arnórsson GK.
Pressulið: Aron Snær Júlíusson GKG - Ólafur Björn
Loftsson GKG. 2/1 sigur
Leikur 8. Tvímenningur.
Landslið: Sunna Víðisdóttir GR.
Pressulið: Signý Arnórsdóttir GK. 6/5 sigur.
Leikur 9. Tvímenningur.
Landslið: Kristján Þór Einarsson GM.
Pressulið: Þórður Rafn Gissurarson GR. 6/5 sigur.
Leikur 10. Tvímenningur.
Landslið: Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK. Jafnt.
Pressulið: Valdís Þóra Jónsdóttir GL. Jafnt.
Leikur 11. Tvímenningur.
Landslið: Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR.
Pressulið: Birgir Leifur Hafþórsson GKG. 5/3 sigur.
Glæsilegur. Frá 11. flöt á Grafarholtsvelli
sem er glæsilegur keppnisvöllur.
74 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Fuglastríð í Grafarholti