Golf á Íslandi - 01.08.2015, Blaðsíða 98
MIÐASALA FER FRAM Á TIX.IS OG Í SÍMA 551-3800.
NÁNAR Á SENA.IS/KOL
PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA
MIÐASALA HEFST 16. JÚNÍ KL. 10!
KINGS
OF LEON
NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST
#KOLICELAND
Hlynur Bergsson úr GKG hefur náð athyglisverðum árangri á þessu tímabili á Íslandsbankamótaröð unglinga og á
Eimskipsmótaröðinni. Hlynur stefnir á að komast í skóla erlendis og spila golf samhliða náminu og fyrsta holan á
Brautarholtsvelli á Kjalarnesi er ein af uppáhaldsholum Hlyns.
Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í
golfi? „Það var pabbi sem plataði mig
af stað. Ein jólin fékk ég að fara í Taylor
Made æfingabúðir í Orlando í eina viku og
það var algjör snilld.“
Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Íþróttin er fjölbreytt vegna mismunandi
valla og krefjandi andlega og líkamlega.“
Framtíðardraumarnir í golfinu? „Mig
langar fara erlendis í skóla og spila golf þar.“
Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Ég er
sterkur í járnahöggum og með trékylfum
og að pitcha og ég tel mig hafa gott
keppnisskap.“
Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Ég
þarf að bæta púttin og vippin.“
Hvað er það eftirminnilegasta sem
hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég hitti
Arnold Palmer á Bay Hill.“
Hvað er vandræðalegasta atvikið á
golfvellinum hjá þér? „Þegar ég top-
shankaði boltan minn í 100 m. hæl. “
Draumaráshópurinn? „Tiger Woods,
Jordan Spieth og Rory Mcllroy.“
Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers
vegna? „Brautarholt, hann er bara
geggjaður.“
Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi
hjá þér og hvers vegna? „Fyrsta holan á
Brautarholtsvelli, frábær hönnun og mjög
krefjandi. Sjöunda holan á Kiðjabergsvelli,
frábært útsýni og maður veit aldrei hvaða
kylfu maður á að taka. Sautjánda holan
á TPC Sawgrass, mjög spennadi að slá á
flötina.“
Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan
golf? „Snjóbretti,ræktina og tónlist.“
Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég er að fara á
annað ár í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.“
– Hlynur Bergsson
stefnir á að fara í
skóla erlendis
Staðreyndir:
Nafn: Hlynur Bergsson.
Aldur: 16 ára.
Forgjöf: 3,0.
Uppáhaldsmatur: Nautakjöt
með bernaise sósu.
Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn.
Uppáhaldskylfa: Driver og 58
gráður.
Ég hlusta á: Næstum allt.
Besta skor í golfi: 69 í
Grindavík.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða
Jordan Spieth? Jordan Spieth.
Besta vefsíðan: Youtube.
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu:
Að týna boltanum.
Dræver: Titleist 913 D2.
Brautartré: Titleist 913F.
Blendingur: Titleist 913H.
Járn: Titleist AP2 714.
Fleygjárn: Titleist Vokey SM5
50,54 og 58 gráður.
Pútter: Scotty Cameron Futura
X5.
Hanski: FJ.
Skór: Ecco Biom.
Golfpoki: Titleist.
Kerra: Clicgear.
98 GOLF.IS - Golf á Íslandi
„Pabbi plataði mig í golfið“