Golf á Íslandi - 01.08.2015, Síða 132

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Síða 132
Orkudrykkir eru ekki ætlaðir börnum yngri en 15 ára. Einar og Ágústa opnuðu Haukadalsvöll árið 2006 og Golfklúbburinn Geysir fagnar 10 ára afmæli sínu á næsta ári. Klúbbhúsið var í upphafi á öðrum stað á vellinum en árið 2013 var starfsemin flutt í nýja klúbbhúsið. Í kjölfarið hafa nokkrar breytingar verið gerðar á vellinum. Að mati Golf á Íslandi eru þær til hins betra og gera góðan völl enn skemmtilegri og áhugaverðari. Ný flöt er á sjöundu brautinni sem var áður sú níunda og búið er að stytta brautina töluvert. Sömu sögu er að segja af áttundu brautinni sem var sú fyrsta áður, og hefur sú breyting tekist vel til. Það er erfitt að taka út einstakar holur vallarins því flestar þeirra eru með sín sérkenni og skiptar skoðanir eru um hvaða holur vallarins standi upp úr í fegurð og glæsileika. Tvær par 3 holur eru á Haukadalsvelli, 3. og 5. braut. Þær eru báðar við Almenningsá sem rennur af krafti í gegnum völlinn. Þessar brautir eru í miklu uppáhaldi hjá blaðamanni Golf á Íslandi sem og lokaholan sem er par 5 hola og afar eftirminnileg. Annað og þriðja höggið á lokaholunni eru með þeim skemmtilegri sem hægt er að slá á golfvöllum á Íslandi. Eins og áður segir er bráðum áratugur liðinn frá því að Haukadalsvöllur opnaði. Völlurinn hefur á undanförnum árum verið vinsæll viðkomustaður hjá erlendum gestum og á hverjum einasta degi yfir sumartímann koma erlendir gestir til þess að leika golf og njóta veitinga á glæsilegri verönd við klúbbhúsið við Haukadalsvöll. Íslendingar eru einnig tíðir gestir. Golf á Íslandi mælir með því að kylfingar landsins setji það á listann hjá sér að leika Haukadalsvöll á næstu misserum. Einstök upplifun sem skilur eftir margar minningar. Lokaholan heitir Blesi og er ógleymanleg að öllu leiti. Innáhöggið á þessari par 5 holu er skemmtilegt þar sem slegið er yfir á fyrir framan flötina. Fegurðin á Haukadalsvelli er engu lík og hægt að gleyma sér við hverja einustu braut. Vallargjöldum á Haukadalsvöll er stillt í hóf og sérstaklega hagstætt er að leika þar á virkum dögum fyrir félaga í GSÍ. Sem dæmi má nefna að 5000 kr. hjónagjald er á virkum degi fyrir 18 holur og 3500 kr. fyrir 9 holur. Börn 12 ára og yngri fá frítt á völlinn og 13-17 ára greiða 1000 kr. fyrir 9 holur og 1700 fyrir 18 holur. 132 GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstök upplifun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.