Golf á Íslandi - 01.08.2015, Page 143

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Page 143
Við fáum mjög góða umsögn frá gestum okkar sem koma hingað á Gufudalsvöll. Það eru allir búnir að gleyma því að það getur tekið á að ganga upp fyrstu brautina þegar þeir standa og njóta útsýnisins á 2. teig. Völlurinn er ekki langur, hann er samt sem áður nokkuð erfiður viðureignar en sanngjarn. Auðunn Guðjónsson formaður GHG. „Það er búið að teikna upp umtalsverðar endurbætur á golfskálanum. Ef það gengur eftir mun öllu verða snúið við í skálanum og sett á nýtt þak. Það er búið að teikna þessar breytingar og þetta er spennandi verkefni. Vélakosturinn hefur einnig verið í forgangi hvað varðar endurnýjun og við keyptum tvær notaðar vélar nýverið sem nýtast vel í þau verkefni sem við erum með. Golfklúbburinn er með samning við Hveragerðisbæ og sér um umhirðu á ýmsum grasvöllum,“ segir Auðunn Guðjónsson formaður GHG þegar hann er inntur eftir þeim framkvæmdum sem eru á döfinni hjá klúbbnum. Töluverðar breytingar hafa orðið á áherslum í rekstri GHG. „Við höfum verið að skoða reksturinn frá öllum hliðum og það var tekin ákvörðun um að leggja niður stöðu framkvæmdastjóra s.l. haust. Það var heilsársstarf en niðurstaða stjórnarinnar var að reksturinn stæði ekki undir því. Það er því mun meira um sjálf­ boðaliðastarf hjá okkur en áður en góður og stór hópur hefur tekið sig saman um að halda utan um rekstur klúbbsins. Að mínu mati hefur tekist ágætlega til. Það er góður andi í klúbbnum og félagsmenn eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til þess að hlutirnir gangi upp. Í stjórninni eru alls tíu manns, þar af þrír varamenn, og það eru allir mjög virkir í starfinu.“ Lifnaði yfir starfinu með betra veðri Auðunn segir að sjálfboðaliðarnir hafi lagt mikið á sig en um 220 félagar eru í GHG. „Það hefur aðeins tekið á mannskapinn sem er að vinna mikið í sjálfboðavinnu að veðrið undanfarin tvö ár hefur ekki verið gott. Og þetta kalda vor sem stóð að okkar mati endalaust yfir gladdi okkur ekki mikið. Það hefur lifnað yfir öllu starfinu um leið og veðrið fór að lagast og hitastigið fór að hækka. Um 220 félagsmenn eru í GHG en þar af er um helmingurinn félagar úr starfsmannafélögum í Reykjavík. Golfklúbbur Borgarstarfsmanna og Golfklúbbur Landsvirkjunar. Það búa um 2300 manns í Hveragerði og við náum rúmlega 5% af íbúafjöldanum í klúbbinn en í GHG er talsvert af fólki af höfuðborgarsvæðinu.“ Ímynd Gufudalsvallar er sú að völlurinn er vel hirtur og skemmtilegur 9 holu völlur. Og það mun ekkert breytast í náinni framtíð að sögn formannsins. „Við fáum mjög góða umsögn frá gestum okkar sem koma hingað á Gufudalsvöll. Það eru allir búnir að gleyma því að það getur tekið á að ganga upp fyrstu brautina þegar þeir standa og njóta útsýnisins á 2. teig. Völlurinn er ekki langur, hann er samt sem áður nokkuð erfiður viðureignar en sanngjarn. Það eru nokkrar brautir sem Hér er horft yfir áttundu flötina en brautin er par 5 og mjög skemmtileg. GOLF.IS 143
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.