Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 6
/ScHé(/HH í £tíffkjakcti
Framhaldssaga
ejtir
SYNONYMUS.
1. KAFLI
Hér segir frá því, hvernig Vegleysusveit
komst í snerting við mælikvarða heimsins.
Gárungarnir sögðu eftir söngskemmtun þá
sem Styrkjakotsbóndinn liélt í samkomuhúsi Veg-
leysusveitar, að ljótari hljóð hefðu aldrei heyrzt
tir spendýri. — En gárungarnir eru ekki fólkið.
„Heyrðuð þið hvað hann komst hátt í Svana-
siing á heiði“, sagði fólkið. Enginn hafði í manna
minnum komizt hærra í þessari fjöllóttu sveit.
„Hann er á heimsmælikvarða", sagði fólkið.
„Það verður að útvega nýtt orgel til að spila
undir hjá honum“. —Mýsnar voru búnar að éta
nóturnar á gamla ungmennafélagsorgelinu fyr-
ir ofan háa—c.
Það voru aðeins örfáir mánuðir síðan fólkið
í Vegleysusveit uppgötvaði mitt á meðal sín þessa
rödd sem lék sér að því að fara með Svanasöng
á lieiði upp í hæðir heimsmælikvarðans. Þangað
til í vor liafði bóndinn í Styrkjakoti bara verið
venjulegur bóndi með skegg, sem hann hafði að
minnsta kosti einu sinni greitt síðan hann gifti
sig, og hár, sem hann hafði byrjað að missa um
miðbik fyrra stríðsins. Bóndinn í Styrkjakoti hirti
sínar ær, mokaði sinn flór, tuggði sitt tóbak og
snýtti sér með fingrunum, allt í anda forfeðr-
anna, óbrotið líf, kröfulaus heimspeki, miklir
atburðir ekki hugsanlegir hérna megin fjalla,
— þangað til þeir héldu ballið í samkomuhús-
inu. Á því kvöldi komst Vegleysusveit í snerting
við mælikvarða heimsins.
Alla ævi hafði bóndinn í Styrkjakoti lifað lífi
sínu án þess að drekka brennivín og án þess að
syngja, en á þessu kvöldi gerði hann hvort tveggja,
að drekka brennivín og syngja.
í veitingatjaldinu fyrir framan samkomuhús-
ið hafði búfræðingur sveitarinnar látið til leið-
ast að skýra fyrir nærstöddum nýjustu uppgötv-
anir vísindanna varðandi frjósemi hrúta. Bónd-
inn í Styrkjakoti var í þessum hópi og drakk
kaffi. En töfrar vísindanna eru miklir og and-
spænis þeim hlýtur till kaffidrykkja að fram-
kvæmast í hlutleysi. Skilningarvit Styrkjakots-
bóndans beindust einvörðungu að orðum bú-
fræðingsins en létu kaffið afskiptalaust. Þess-
vegna veitti hann því enga athygli að gárungar
nokkrir helltu út í bollann hans brennivíni í
hvert skipti sem hann sjálfur hellti í hann nýju
kaffi. Og bóndinn í Styrkjakoti drakk mikið af
kaffi meðan skilningarvitin voru á vísindasvið-
inu.
Nema hvað; rétt í þann mund sem búfræð-
ingurinn ætlar að fara að opinbera leyndardóm-
inn um þá sérstöku súrheysblöndun sem hefur
slík áhrif á hrúta að allar ær í næsta nágrenni
þeirra verða þrílembdar eða meira, vita menn
ekki fyrr til en bóndinn í Styrkjakoti upphefur
6
HÁÐFUGLINN