Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 17

Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 17
INGOLFSPRENT Hverfisgötu 78. Sími 81757. Prentar bækur, blöð og tímarit. Prentsmiðjan leggur áherslu á vandaðan frágang og fljóta afgreiðslu. — — Hefir nýjar vélar af fullkomnustu gerð. aldrei hafa gengið fram fyrir skjöldu og ma'lt til andstæð- inga okkar þau hin sömu orð og Snorri saur madti A Helga- felli forðum: „Sækit at oss hinum ólærðu mönnum, en lát- ið vera prestinn í friði“. Ekkert slíkt hafa þeir mælt og skal þeim sá mannlegi breyzkleiki fyrirgefinn, að þeir kynoka sér við að bera af mér Iagið. Mikið hafa þeir sem hér hafa talað á undan mér gumað af sínum mannkostum og cr það vel að þeir skuli koma auga á þá, og vera að því leyti til skyggnari en annað fólk. Og þótt Stefán Jóhann gumi hér af sínum virðingum, sem allar hafa reyndar orðið ávirðing- ar, og sinni meltingarhreysti. mun hann á engan hátt njóta þar gtrðlegrar forsjár, heldur. er miklu frekar hægt að álvkta, að „honum séu allar kvalir sparðar til annars heims". Aldrei hef ég heyrt það fyr, að öðrum manni hafi verið hótað grýtingu en Stefáni píslarvotti fyrr á öldum, og vona ég að engum kristnum manni verði það á að rugla þeim nöfn- um saman, honum og Stefáni Jóhann. Og þá sem þekkja mig bezt, læt ég um að dæma um það, hvort ég muni hafa hrópað ókvæðisorð fyrir framan þinghúsið hinn 30. marz, né hvort ég sé líklegur til þess að viðhafa þann munnsöfn- uð sem algengastur er innan þinghússins, eigi ég eftir að komast á þá samkundu. Vona ég að mín frómu og fátæku sóknarbörn í Hallgrímssókn, svo sein Guðmundur Asbjörns- son og Sigurbjörn í Vísi, gefi mér annan vitnisburð. Og hafi mín sálgæzla í þeirri sókn ekki borið þann árangur sem skyldi, sýnir það bezt hver nauðsyn er á að koma tipp Hallgrímskirkju sem fyrst. Mun guðs-kristninni í landi hér eigi síður veita af að koma sér upp fasteignum en hinni veraldlegu braskarastétt. Og þótt ég aðhyllist eigi hinn guðlausa kommúnisma, sem hefur Stalin fyrir hálfguð og blótar á laun ýms önnur heiðin goð, svo sem Ólaf Thors, þá mun ég þiggja liðveizlu þeirra í baráttunni fyrir meydómi Fjallkonunnar, svo sem ég þigg liðveizlu hjúkrunarkvennafélagsins, iðnnemasamtakanna, mál- arameistarafélagsins og þcirra samtaka annara er mótmælt hafa hernaðarbandalaginu og „þessa síns föðurlands gagn stunda". Amen. Þegar hér var komið sögu, fóru menn að biðja uin orðið hver í kapp við annan með allskonar hljóðmerkjum, svo sem blístri og búkhljóðum, svo vér flýttum oss með blá- þráðartækin í burtu, svo gleymskan bjargaði því sem á eftir fór frá varðveizlu. Þegar vér komum út úr ráðherrabústaðnum og út í Tjarn- argötuna, heyrðist oss eigi betur, en kveðin væri dimmri röddu í kumblagarðinum vestanmegin Suðurgötu, sama vís- an og heyrðist kveðin í Síðumtilakirkjugarði á ofanverðri fimmtándu öld: Vögum vér og vögum vér með vora byrði þunga; upp er komið það áður var í öldu Sturlunga; í öldti Sturlunga. Hvort hér hefur verið karlakórsbassi að æfa sig undir utan- landsferð, eða eilífðarvera að leggja fram eina sönnunina enn fyrir öðru lífi, feltim vér Sálarrannsóknarfélaginu og til- raunafélaginu Njáli að ganga úr skugga um. HÁÐFUGLINN 17

x

Háðfuglinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Háðfuglinn
https://timarit.is/publication/2029

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.