Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 8
ir ofsóknaræði, fleygt öllum göfugustu hljóð-
færum hennar fyrir björg; — þetta væri fjancf-
samleg borg.
Miður sín af mótlæti kvöldsins hafði bónd-
inn í Styrkjakoti stanzað hjá stóru húsi, þar senr
var margt fólk og vissi hann þá ekki fyrr til en
komnir voru utan um hann ókunnugir menn
og farnir að segja honum fréttir. „Við eigum
borð“, sögðu þeir. „Við eigum borð handa þér,
elsku vinur. Þetta reddast allt saman", og lögðu
umsvifalaust af stað með hann inn í húsið.
Bóndinn í Styrkjakoti kvaðst að vísu fagna
því innilega að hitta hér menn sem hefðu borið
gæfu til að eignast borð. „Margur maðurinn
hefur látizt í hárri elii án þess að eignast borð“,
sagði hann. Hinsvegar hefði hann verið sendur
hingað til að kaupa orgel en ekki borð og hlytu
þeir Jrví að liafa farið mannavilt. En Jreir bara
hlógu, sögðu að þetta væri sá rétti húmor og voru
óðara kornnir með hann gegnum þröngina og
inn í stóran danssal Jrar sem þeir buðu honum
sæti við borð á miðju gólfi. Köliuðu því næst
á þjóninn.
Einu sinni fyrir mörgum árum hafði bóndinn
í Styrkjakoti hrakizt á jaka langar leiðir niður
eftir því vatnsfalli sem Gruggá nefnist í Veg-
leysusveit og hafnað um síðir á litlu rifi þar
sem hann mátti bíða tvo daga og þrjár. nætur
með ólgandi strauminn á allar hliðar, sviptur
sérhverjum möguleika til áhrifa um örlög sín,
fáandi ekkert svar við neyðarköllum sínum nema,
spottandi bergmál kolsvartra gljúfurveggja, vf-
irgefinn maður í leysingatíð. — Þarna liafði
Styrkjakotsbóndinn í fyrsta sinn á ævinni kom-
izt í kynni við einmanaleikann, og það voru
samskonar tilfinningar er nú vöknuðu með hon-
um Jregar hann leit yfir þetta samkvæmi sem
hin straumharða atburðarás borgarlífsins hafði
leitt hann í. Munurinn var bara sá að forðum
daga hafði hann haft hundinn sinn hjá sér, en
hér átti hann engan að.
Fólk var að dansa allt í kringunr hann. Og
Jró var þetta ekki dans í þeirri merkingu orðs-
ins senr ein er viðurkennd í Vegleysusveit. í Veg-
leysusveit leggja menn þann skilning í dans að
hann sé hreyfing. Hér var Jressi verknaður miklu
frenrur í ætt við kyrstöðu. Enda ríktu slík þrengsli
í salnunr að sérhver tilraun til að framkvæma
verknaðinn í anda Vegleysusveitar lrefði fyrir-
franr verið dauðadænrd. — Herrarnir gættu þess
allir að vera í náinni snertingu við dönrur sínar
frá hvirfli til ilja, og gat bóndinn ómögulega
séð hvort lreldur Jretta var gert í ástaratlota skyni
eða til að spara pláss. — Hvað eftir annað virtust
einstök danspör, og stundunr nrörg pör í einu,
ætla að falla út úr þrengslunum og yfir borðið
senr mennirnir áttu. — Einu sinni uppgötvaði
bóndinn að hann var konrinn nreð höfuðið undir
handarkrykann á ungri stúlku, og Jregar lrann
ætlaði að biðjast afsökunar á þessu, togaði stúlk-
an í skeggið á honum, sagði „Nei, sko ganrla
kjútípæið" og kyssti hann á skallann. — Það var
ekki laust við að sjá mætti vín á sunrum.
„Með leyfi að spyrja“, sagði bóndinn i Styrkja-
Framhnld d bls. 12.
HÁÐIUGLIXN