Háðfuglinn - 01.07.1949, Side 9

Háðfuglinn - 01.07.1949, Side 9
Þjóðhátíðardagurinn og handhafar hans l’að var leiðindaveður 17. júní þetta ár; úrKellisrigning, eigi síður en fyrir fimm árum síðan, og rok á austan, en það andar oft köldu úr þeirri átt á hátíðisdögum þjóða. Ekki lét þó fréttamað.ur Háðfuglsins veðrið hamla sér frá því að híma niður á Austurvelli meðan kranzberarnir gengu frá Alþingishúsinu út að styttu Jóns Sigurðssonar, þessu hátíðlega göngulagi, sem tilheyrir þeirri atliöfn, en minnir annars á jarðarfarir. Vegna fjarveru toppmannanna voru handhafar valdsins nokkuð fleiri cn ella. Auk hand- hafa valdsins munu og hafa verið nærstaddir handhafi kon- ungsbikarsins og handhafi glímubeltisins; en valdið á það sameiginlegt með þessum kjörgripum, að vera farandgrip- ur, sem enginn vinnur til eignar. Hinsvegar þarf mikla verðleika til að vinna bikarinn og beltið, en minni til að verða handhafi valdsins. En sleppum því. Timbraðir heim- ilisfeður með börn sín og skringilegir íþróttamenn, tóku þátt í skrúðgöngunni frá háskólanum, og forseti íþrótta- sambandsins lék aðalhlutverkið í kirkjugarðinum í 25. sinn, eða um það bil helmingi oftar en Brynjólfur fór með sitt hlutverk í kirkjugarðssenunni í Hamlet. Þannig skiluðu hand- hafar dagsins sínum hlutverkum hver með sínum persónu- lega virðuleik, sem aldrei fær eins hátíðlegan blæ og í vari pípuhattsins. Þeim, sem boðnir voru til veizlunnar í ráðherrasamkomuhúsinu við Tjarnargötu, fannst dagurinn aldrei ætla að nálgast kvöld, en kvöldið kom þó á rétturn tíma, og þá hófust dansleikir ’ á götum bæjarins fyrir plebejana, en veizla í húsi rikisstjórnarinnar við Tjarnar- götu fyrir handhafa dagsins og þeirra nánustu. Eftir að Háðfuglinn hafði sannað væntanlega tilveru sína, tókst honum að troða sér inn í þá veizlu, og gat nxeð nokkurri slægð komið fyrir bláþráðartækjum sínum, til að taka upp nokkrar ræður, sem hér verða birtar án ábyrgðar. Þjónar úr Sjálfstæðishúsinu hlóðu borðin ísl'enzkum land- búnaðarafurðum og eilendum vínum. Hið síðastnefnda hafði þau áhrif á veizlugesti að bros færðist yfir andlit sumra, en gútemplarar fóru í fýlu. Þetta var veizla Fjall- konunnar og hennar forsjármanna og brátt í'ís húsráðandi upp á afturfæturna og segir mál til komið að fulltrúar hinna ýmsu flokka fari að flytja óskir sínar og kveðjur, svo veizlan standi ekki fram á nótt, því hann sé svefn- þungur og eigi erfitt með að halda vöku sinni, svo sem séra Sigurbjörn hafi spáð. Afleiðingar þessarar áskorunar urðu ræður þær er vér birtum hér, og endurtökum, að þær eru birtar í fullkomnu ábyrgðarleysi, enda bláþráðartæki vor úr sér gengin af vanhirðu líkt og landbúnaðarvélar í sveitum. Sá er fyistur tekur til máls, er maður fyrirferð- armikill eins og títt er um þá, er eiga ínikið undir sér, enda sjálfur: Formaður Sjálfstœðisflokksins: Það er mér stór ánægja að verða fyrstur manna hér i dag til að árna Fjallkonunni heilla. „Hinir síðustu skulu vera fyrstir", eins og kellingin sagði. Og það að ég skuli ganga hér á undan með góðu eftirdæmi, er mér alveg sér- staklega kærkomið, ekki sízt vegna þess, að ýmsir cru að núa mér því um nasir, að ég sé eiginlega óskilgetinn son- ur hennar og líkist meir í liina ættina. Eg, fyrir mitt leyti, tel það ekki skipta miklu máli hverjum maður líkist, ef maður líkist einhverjum öðrum en sjálfum sér. Og um mína föðurfrændur Dani, hefur Bensi gamli Gröndal sagt eitthvað á þessa leið: „Þá sendu Danir legáta út um öll lönd til að vita liver betur mætti sín, því þeim vildu þeir þjóna, sem ván var. Danir eru drengir góðir og vinfastir". Og hver finnur mér það til foráttu, þótt ég sjálfur hafi valið legáta þessara sömu erinda mér venzlaða, á tímum, þegar engum er að treysta? Ekki ég sjálfur. Og því skyldi ég ekki vera eins góður Islendingur og hver annar, þótt ég hafi átt hlutdeild í að selja Ameríkunni nokkra hektara óbyggilegs lands í mínu eigin kjördæmi? Svona einfalt dæmi skildi skipshöfnin á Súðinni, þó skipshafnir nýsköpunartog- aranna skilji það aldrei. Og nú er Súðin að búast til Græn- lands, til að beita þar áhrifum sínum, svo Ameríkanar fái einhverja jökulrönd þar, til að auðga ástalíf Eskimóa að fjölbreytni. Nei, mér er sama hvað Hermann segir, ég skal standast dóm sögunnar, ekki sízt ef sá dómur verður uppkveðinn í Washington. Og aldrei verður það af mér skafið, að ég er eini maðurinn, sem hafði lag á að vinna með Kommunnm, þótt þeir séu nógu frakkir núna og kalli mig tórsaiafífl. Ja, það er af sem áður var, þegar þeir kölluðu mig heri'a, eins og sjálfan Sigurgeir biskup. Og svo vil ég þakka húsráðandanum hérna, honum Bjai'na Benediktssyni fyrir trakteringarnar og upprétta framkomu, og lýsa því yfir, að ég tel hann einhvern allra mesta hæfi- leikamann, sem nú býr austan Garðastrætis, og lýsi það hreina lýgi að ég tali' um hann sein einn heimulegan hús- kross á heimili Sjálfstæðisflokksins, jafnvel ekki þótt ég hafi lítið eitt í kollinum. Skál! Framhald á bls. 16 HÁÐFUGLLNN 9

x

Háðfuglinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Háðfuglinn
https://timarit.is/publication/2029

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.