Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 10

Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 10
VIÐSJAR Nokkrar heimsóstandsvísur eftir Kolbein kaldaljós. « Brimar við Bölklett heimsins byltingaralda þung, og ber á blóðrauðum faldi Brynjólf og Mao Tse tung. „Það ku vera íallegt í Kína“ og kátur er Li Ho Wang. Brynjólfur bolsana hyllir en Bjarni Kuomintang. Utanlands dafnar og innan illkvitni, rógur og fals. Víðar en vestur á fjörðum er vígslóði Hannibals. Kroppar í krataþýfi kvíga með júgursár. /"V Beljurnar bera sig illa sé bolatollurinn hár. Illt er á Annes að byggja og austræna bylgjan þung. Stalin er drjúgur við drykkju og dregur augað í pung. > HÁÐFUGLINN Við íhald Framsóknarflokksins foringinn styrjöld heyr. Ristir nú Bjarni á Reykjum raunir sínar í leir. Hrumur er Hriflu-Jónas og hrasgjarnt á frónskri mold við glætu frá gáfnaljósi Gunnars í Isafold. Þungbúinn Jóhann Þorkell um þjóðbraut miðja fer og veltir með traustum tökum tunnu á undan sér. Traust var sú tunna í botninn og tollurum framhjá smó. Merkt var hún stórum stöfum: Stefán Jóhann & Co. / Viðsjár um veröld alla veikja nú þjóðarhag. ísland fór varla til einskis í Atlantshafsbandalag. Með kjarki skal kross sinn bera því krossinn er lífsins tákn. Syng þú oss sálumessu, Sigurbjörn íslandsdjákn! 4 HÁÐF.UGLINN

x

Háðfuglinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Háðfuglinn
https://timarit.is/publication/2029

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.