Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 16
Þjóðhátíðardagurinn 1 ramh. af bis. 9.
Formaður Framsóknarflokksins:
Okkur hramsóknarmönnum er það mikil ánægja að ég
ekki segi gleði, að lýsa því yfir á þessu gamla heimili mínu,
að við teljum það ekki skipta stóru máli, hvort sá lielm-
ingur flokks okkar, sem fylgir íhaldinu að málum, er stærri
en sá helmingur hans sem fylgir kommúnistum eða ekki.
Hitt er okkur fyrir mestu að þessir helmingar slitni aldrei
iivor frá öðrum, svo ekki myndist bil og ég komist þar með
x millibilsástand. Og þungamiðjan þarf auðvitað ekki endi-
lcga að vera í miðjunni cins og l’áll Zoph. hcftir sannað
nteð rökum. Við liöfum líka sannað að sameinaðir föllum
vér hvor fyrir öðrum, en sundiaðir stöndum vér upp úr.
Og á þessum heiðursdegi Fjallkonunnar skal cnginn fá mig
til að skemmta glymskrattanum með því að úthúða Eysteyni
greyinu, þólt hann eigi það maigfaldlega skilið, sá naggur,
fyrir allt sitt dekur við heildsalaliðið utanþings og innan,
og það þótt því þyki engin sómi að návist hans, né lát-
bragðslist í hirðsiðunum handan Skerjafjarðar. Sýnir það
bezt hversu þessi lýður cr óhæfur til að aga undirmenn sína,
og hefur þ<> Eysteinn lotið bæði minni stjórn og stjórn
Jónasar frá Hriflu. en nú síðast stjórn Bjarna Renedikts-
sonar.
Hvað Atlantshafsbandalaginu viðvíkur, þarf ég ekkert að
skammast mín fyrir atkvæði mitt í því máli, því ég greiddi
ekki atkvæði og verð því ekki hankaður á því. Og Jtá ætla
ég um leið að nota tækifærið og minna ykkur á ]>að sem
ég sagði við blaðamann Vikunnar fyrir nokkrum árum. er
hann spurði mig hvaða spakmæli mér geðjaðist bezt. Ég
svaraði þá: „í sveita þíns andlitis skalt þú þíus brauðs
neyta". Nú hef ég lært annað spakmæli, sem mér geðjast
ekki síður vel að. Það hljóðar svo: „Skjóta þarf til fugls
svo fái“.
Formaður Sameiningarflokks alþýðu — Sósíal-
istaflokksins (ekki í Kominform):
Það er skoðun mín og annara sósialista, að þessu landi
verði ekki stjórnað nema við sitjum í ríkisstjórn til að
reka það afturhald sem með okkur stjórnar til að gera
eitthvað til gagns. Eða urðum við kannski ekki að reka
kapitalistana í Reykjavík til að splæsa í nýsköpunartogarana
sem nú mála gullið í stássgripina handa þessum herrum?
Og kölluðu ekki blekbullurnar við Alþýðublaðið þessa sömu
togara skýjaborgii? O, ekki man ég betur. Nei, íslenzk al-
þýða, sem reyndar ert ekki stödd hér á þessum stað nú.
Ég segi þér satt, þegar ég segi að alltaf þurfi að reka aft-
urhaldið áfram, eigi að nota Jrað einhverjum til gagns. Og
Jxað þarf að hafa vakandi auga með Jxví, svo það ekki
saboteri þau þarflegu vei'k, sent það þykist hafa verið
með í að vinna. Hverntg fór ekki með síldarverksmiðjuna
hans Aka? Það var Jtelta afturhald, sem alltaf er úti á þekju
í öllum málum, sem tröllsligaði þakið á byggingunni svo
mænirinn nam við jörð. En þessir háu herrar skulu fá
að vita að það kostar klof að ríða röftum. og áfram skal
haldið, unz hér rísa upp sementsverksmiðjur, gúanóverk-
smiðjur, sultutausverksmiðjur og lyftiduftsverksmiðjur, sem
afkasta milljónum tonna á sólarhring. Og það eru menn
eins og við sem skáldið á við, ]>egar Jxað segir: Hér þarf
dáðrakka menn, ekki blundandi auðvaldsþý. Og Fjallkonan
skal losna úr þeirn fjötrum, sem atiðvaldið hefur flækt hana
í; þetta auðvakl sem nú skríður fyrir Truman fyrrverandi
fasteignasala og gerfilögfræðing, en myndi jafn óðfúst skríða
fyrir Blálandskeisara eða Tito •marskálki, ef. þeir vildu skít-
nýta þetta hyski. Og fram til blóðugrar baráttu nú, íslenzk
aljiýða; blóðugrar baráttu fyrir friði og allsnægtum öreig-
anna.
Formaður Alþýðuflokksins (af hljómplötu?):
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Alþýðuflokk-
urinn hcfur alltaf haldið þannig á málunum, hvort heldur
um sjálfstæðismál eða fjármál hefur verið að ræða, að okk-
ur foringjum hans hafi aldrei verið nein hætta búin fjár-
hagslega. Og cr það ekki æðsta skykla hvers flokks að sjá
foringjum sínum fyrir þægilegri aðstöðu, svo þeir g:etu barizt
áhyggjulausir fyrir kjarabótum aljtýðunni lil handa, eins
og t. d. afnámi skatta og tolla, nema á þeim ríku og blá-
fátæku. Og hvað stefnu Alþýðuflokksins viðvíkur, tel ég
mér það sórna að hafa átl drýgstan Jxátt í að breyta flokkn-
um úr flokki sósial-demókrata í flokk aristo-demókrata, sem
Jrýðir eiginlega heldrimannalýðræði, sem er það eina sanna
lýðræði og alls lýðræðis lýðræðislegast. Hinsvegar hef ég
aldrei getað melt einræðis- og ofbeldisstefnu kommúnista,
og hef ég Jxó aldrei þjáðst af meltingarörðugleikum um
dagana, eins og veizlufélagar mínir geta bezt dæmt um.
Menn, sem á örlagastundum gera hróp að mér og öskra
drepum, drepum, grýtum, grýtum, sýna gkiggt innræti sitt
í garð næstæðsta manns landsins, því það er ég þó alltaf að
nafninu til. Og það er álit flokksbræðra minna og sjálfs mín,
að enginn maður liafi fyllt betur út í forsætisráðherrastól-
inn en ég, og var þó sá stóll upphaflega smíðaður með
tilliti til þess, að þeir sem hann sætu gætu gert sig digra.
Og Jxó að kommúnistar geri út allar sínar gagnfræðaskóla-
kvensniftir til að sýna mér banatilræöi með því að berja
mig með vasaklútum, sem þær bleyta í eitri, skal ég halda
mínu sæti meðan Sjálfstæðismenn treysta mér. Og uppbótar-
þingsæti á ég tryggt, rneðan Alþýðuflokkurinn fær tvo menn
kosna, og það skal liann fá svo framarlega sem nokkurt
hlutabréf heklur sínu nafnverði fyrir kaupskrúfum kommún-
ista. En þessir ævintýramenn eru nú búnir að spenna kaup-
bogann svo hátt, að það er tæplega orðin hagnaðarvon í
neinu öðru en að vera formaður Alþýðuflokksins og gera
hagkvæm viðskipti við Sjálfstæðismenn. Það er að verða nær
því útilokað að selja Framsóknarmönnum annarar handar at-
kvæði sitt, hvað þá heldur beggja, því þeir eru svo kjöftug-
ir og alltaf að röfla um verzun á samvinnugrundvelli, þar
sem arðurinn er lagður í stofnsjóð og fæst ekki útborgaður
fyrr cn eigandi hans er steindauður. En hugsjón mín er
að lifa vel í þessu lífi, en láta skeika að sköpuðu hver verður
arfur manns eða eftirmæli.
Formaður Þjóðvarnar:
Allþung gerast nú högg J>au, er andstæðingar okkar Þjóð-
varnarmanna láta á oss dynja, og þó sérstaklega mér. Hef
ég undanfarið orðið að þola ofsóknir miklar eigi síður en
kristnir rnenn fyrr á öldum. Þykir mér það allhart að hvorki
Einar Ólafur, né aðrir félagar mínir úr Þjóðvörn skuli
16
HÁfiFUGLINN