Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 13

Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 13
í botn. Bóndinn vilcli ekki styggja mennina með því að afþakka góðgerðir þeirra. Hann drakk líka í botn. — Þetta venjulega var undarlegt á á bragðið, utan og ofan við hversdagslega skynj- un eins og leynclardómar formsins. Þannig héldu mennirnir áfram að hella í glös- in, skála við bóndann „juppí, gamli vinur“ og drekka í botn. Og svo var þetta venjulega allt í einu búið, mennirnir horfnir og bóndinn í Styrkjakoti sat einn eftir með tvær tómar flösk- ur og óuppkláraða leyndardóma formsins. Nema nti gat hann ekki lengur stillt sig um að syngja. Hann söng af öllum lífs og sálar kröft- um eins og hann vildi sýna þessu samkvæmi að samanlögð juppí þess væru sem veikróma katt- armjálm andspænis liinni voldugu rcidd bónd- ans frá Styrkjakoti í Vegleysusveit, Ríðum, ríð- um —, Þar sem liáir hólar —, Buldi við brest- ur —, þannig endalaust. Dansinn hafði stöðvazt, juppíin hljóðnað; allir störðu orðlausir á þenn- an mann sem bjó yfir slíkri orku að liann gat með röddinni einni saman flutt inn á reykvísk- an dansstað heilan fjárrekstur af Sprengisandi, alla Öxnadalshóla og hetjudauða Skarphéðins 1 brennunni. — Þjónninn kom með reikninginn og spurði hvort ekki væri meiningin að borga. „Ég berst á fáki fráum“, svaraði bóndinn í Styrkjakoti „fram um veg“ og var ennþá ekki hættur að hækka sig. — Það komu fleiri þjónar og þeir fórnuðu upp höndunum. „Við verðum að gera einhverjar ráðstafanir“, sögðu þjónarnir. „Við verðum að gera einhverjar ráðstafanir". — Og þeir gerðu ráðstafanir. Bóndinn í Styrkjakoti fór að þessu sinni með seinasta tóninn út á lögreglustöð. (I naista blaði segir frá þeint kjallara sem engan á sinn líka). Þjóðleikhúsmál. I>eir Rósenkranz og Gullinstjarni Þjóðleikhúss vors, hafa undanfarið spilað sízt þýðingarminni rullur en nafnar þeirra í Hamlet. Nýkomnir úr utanför, hafa þeir miðlað Háðfugl- inurn eftirfarancli fréttum: RÓSENKRANZ: Er kominn úr ferðalagi því til útlanda, er ég fór að undir- lagi Eysteins til að sjá leikrit. Sá ég 32 leikrit. Hef því séð alls 34 leikrit um dagana. Því Draugaskipið og Öldtir, var ég búinn að sjá hér heima, áður en ég fór. Mest þótti mér gaman að Draugadansinum eftir Strindberg, og þar næst að Gullna hliðinu, en það sá ég í Helsingfors. Eftir að hafa séð svona fín leikrit, hlakka ég voða rnikið til að sjá Ný- ársnóttina, sem á að verða fyrsta leikrit Þjóðleikhússins þegar það verður opnað, ef guð lofar mér að lifa þegar þar að keinur. GULLINSTJARNI: Hef setið á stórmerkri útvarpsráðstefnu í Kaupmanna- höfn, en það var mitt opinbera erindi til útlanda. Hafði ætlað mér að vera nteð Rósinkranz í leikhústun, en gat það ekki sökum anna, enda eru útvarpsráðstefnur engu síður líklegar til að auka Vinsældir og áhrif þess er þær sitja, en að skýra anda leiklistarinnar fyrir sessunaut sínum, sem ekkert þekkir Bækur og menn. Guðs friði! Unnu með yíirburðum. Eins og kunnugt er, hefur íslenzkum íþróttamönnum og bridgespilurum, sent liafa farið utan að leita sér frægð- ar, oft tekizt að vinna þá sigra á Færeyingum, sem þeim hef- ur ekki tekizt að vinna á öðrum þjóðflokkum. Nú hafa Færeyingar þó uppgötvað í livaða grein íþrótta íslending- ar eru einna veikastir og náð sér niðri. Samkvæmt frásögn Morgunblaðsins fór nýlega fram á Þingvöllum vizkukeppni milli þessara tveggja Jrjóða og sigr- uðu Færeyingar með „miklum yfirburðum". Ekki er þess getið hverjir voru keppendur i liði íslendinga, en blaða- menn frá Morgunblaðinu hafa sjálfsagt verið einhvers- staðar Jrarna nærstaddir. Nýstárleg gestrisni. Mánudagsblaðið gat þess nýlega að Ferðaskrifstofa rík- isins hefði gert ráðstafanir til þess að „drepa ferðamanna- strauminn". Ekki er oss kunnugt í hverju þessar ráðstafanir eru fólgnar, en dettur í hug að vera megi að Sláturhúsið hafi verið tekið á leigu fram til þess er hin venjulega slát- urtíð byrjar. Annars er það ekki ljóst af frásögn Mánu- dagsblaðsins hvað þeir, sein Ferðaskrifstofunni stjórna, eiga sökótt við erlenda ferðamenn, er rétthett gæti slík fjöldamorð. HÁÞFUGLINN

x

Háðfuglinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Háðfuglinn
https://timarit.is/publication/2029

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.