Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 15

Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 15
úLvtífáécnu fof There must be something rotten in the state of Denmark. Þótt 350 ár séu nú liðin frá því Hamlet var sýndur fyrst, hefur honum þó ekki hlotnazt sá sómi fyr en nú í vor að komast á leiksviðið í Iðnó. Má segja að það sé ckki vonum fyr, því margan mun hafa verið farið að fýsa að sjá þennan frægasta Danaprins allra Danaprinsa, sem cr látinn þykjast vera vitlaus, og tekst það stórum betur en þeim Danaprins- um sem hafa lieimsótt oss áður, hefur tekizt að þykjast vera hið gagnstæða. Danskur maður hefur sett leikinn á svið og mun eigi sízt þjóðarmetnaði hans að þakka hve vel tókst, |>ar sem jafnfrægur landi lians og Hamlet er aðalpersóna þessa mikla verks. Af frásögnum blaða að dæma, unnu allir leikararnir stór- sigur, enda eru flestar aðalpersónumar látnar deyja í ieiks- lok, hvað allir gera vel, hver nteð sínu lagi þó, eins og vera ber. Þó er Ofelía búin að kála sér nokkru fyr og er hennar sárt saknað af áhorfendttm það sem eftir er leiksins. en þeir tóku að gerast spenntir, er hún söng þessar ljóðlínur „og inn gekk mey, sú aldrei mey var eftir stundu þá“. Átti Hildur Kalman, sem lék Ofelíu, óskipta athygli leikhús- gesta í því atriði leiksins, er hún kemur inn á sviðið til kóngs og drottningar, orðin ekki minna vitlaus en sjálfur Hamlet. Hinsvegar hefur ga:tt nokkurrar óánægju hjá ýmsum leik- gagnrýnendum yfir því að Lárus Pálsson sktdi leika Hamlet, þar sem útlit þeirra sé mjög ólíkt. Virðist sú skoðun ofaná hjá allmörgum að Hamlet hafi helzt svipað til Skugga-Sveins og ætti því að vera leikinn af einhverri nútíma þjóðhetju. eins og t. d. Erlendi O. Péturssyni. Því ber að fagna hve margir hafa skyndilega fengið áhuga á þessu mikla verki. þar á meðal prófessorar háskólans, sem notuðu tækifærið til að fá kvikmyndina um „Hamlet" til að sýna í Tjarnarbíó jafnframt sýningum Leikfélagsins. Munti þeir með því hafa viljað sýna Leikfélaginu að þeir hefðu líka því hlutverki að gegna að kynna þjóð sinni bókmenntir heimsins, og mátti vart seinna vera ;ið |>eir uppgötvuðu þá köllun slíia. Utan kirkju og innan. Til tíðinda má það telja í andlegu lífi þessarar verald- lega þenkjandi þjóðar, að nýlega var haldin hér presta- stefna, sem talin hefur verið einna merkust af öllum sam- komum geistlegrar stéttar manna, allt frá því um árið 1000, er kristni var lögtekin á íslandi með einfaldri fundarsam- þvkkt. Hefur þó verið hér margt merkra presta og biskupa, öld fram af öld, og eru enn, en slíkt er út af fyrir sig merki- legt, hversu margir góðir menn liafa lagt fyrir sig jafn vonlítið starf og það, að gerast sálusorgarar þeirrar þjóðar, sem sennilega hefur slegið met. í áhttgaleysi á æðri máttar- völdum, nteð því að skipta þrisvar sinnum um trúarbrögð með handauppréttingu einni saman. Og enn eru vorir þoiin- móðu prestar ekki af baki dottnir, eins og síðasta presta- stefna ber fagurt vitni. Voru þangað boðaðir tvcir geð- veikralæknar til skrafs og ráðagerða um lausn þessa vanda- máls. Héldu þeir báðir erindi á prestastefnunni um sál- sýki. Þótti klerkum veiki þessi hin merkilegasta og urðu um það miklar umræður, hvernig þeir gætu hagnýtt sér sem bezt þá þekkingu, er þeir urðu þarna aðnjótandi. Komu fram raddir um, að nauðsyn bæri til að prestslærlingar dveldu nokkurn hluta námstíma síns á geðveikrahæli i framtíðinni, svo þeir gætu þar hlotið ennþá betri undirbúning í um- gengni við væntanleg sóknarbörn sín. Hversu lengi þeir dveldu á rólegu deildinni, og hve lengi á þeirri órólegu, er sjálfsagt enn í athugun í guðfræðideildinni. En yfirlækn- irinn á Kleppi yrði auðvitað sæmdur nafnbótinni: dr. theol. Þar sem allt er enn á huldu um framkvæmd þeirra ráða- gerða prestastefnunnar hvernig komið yrði á sem nánustu samstarfi Kirkjunnar og Klepps, ]>orum vér ekki að leiða neinum getum að hvernig það samstarf er hugsað. Vér viljum aðeins lýsa ánægju vorri yfir að klerkastéttin skuli þó enn eygja möguleika í individum sem hægt væri að koma einhverju tauti við í trúarlegum efnum. Og vér viljum að lokum taka undir við þann fundar- mann prestastefnunnar sem skrifar í Tímann 24/6 s. 1., enda þótt vér skiljum hann síður en svo til fulls: „Það er ótrúlegur þróttur sem sézt er prestar koma saman. En enginn veit hver áhrif verða, er beztu og einlægustú menn guðstrúarinnar leggjast á eitt“. ★ Þar sem íþróttakeppni stendur nú sem hæst og íþrótta- menn vorir eiga öll sín síðustu met óslegin. munum vér láta fréttir úr hinu ríkinu bíða unz. metslætti lýkur á þessu sumri. ------------------------------------------------ HÁÐFUGLINN ÚTGEFANDI: HÁÐFUGLAVINAFÉLAGI©. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: GUÐM. SIGURÐSSON i Holtsötu 14 A. Sími 5676. Afgreiðsla: BÓKABÚÐIN ARNARFELL. ! Laugaveg 15. Sími 7331. Prentað í Ingólfsprenti. v ----------------------------------------—-—i H.VÐFUGLINN 15

x

Háðfuglinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Háðfuglinn
https://timarit.is/publication/2029

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.