Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 14
kátt er suðrí Keflavík
O, kátt er suðrí Keflavík
á kvöldum húmi skyggðum,
er herraþjóðin heimarík
þar hafnar fornum dygðum.
Og fljóðin lyfta bjartri brún
mót brosi úr Vesturheimi,
með frjálsrar þjóðar flagg við hún
og fagna næsta „geimi“.
Ó, vegleg ertu væna sveit
með vog og fjöll sem blána
og völlinn þar sem „Womans Gate“
oss vekur innstu þrána.
Hér rísa auðnir Reykjaness
í reifum járns og steypu
og hingað fliiði Helgi S.
með hakakross — og sneypu.
Ó, fiskimanna frægi bær
með fólk í nýju gerfi.
Og lífið unga frjóvgun fær
í fornu braggahverfi.
Ó, blessist öll þín fögru fljóð
og feður þeirra barna.
A meðan til er þýlynd þjóð
og þingmenn á við Bjarna!
Kolbeinn kaldaljós.
14
HÁÐFUGLJNN