Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 14

Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 14
kátt er suðrí Keflavík O, kátt er suðrí Keflavík á kvöldum húmi skyggðum, er herraþjóðin heimarík þar hafnar fornum dygðum. Og fljóðin lyfta bjartri brún mót brosi úr Vesturheimi, með frjálsrar þjóðar flagg við hún og fagna næsta „geimi“. Ó, vegleg ertu væna sveit með vog og fjöll sem blána og völlinn þar sem „Womans Gate“ oss vekur innstu þrána. Hér rísa auðnir Reykjaness í reifum járns og steypu og hingað fliiði Helgi S. með hakakross — og sneypu. Ó, fiskimanna frægi bær með fólk í nýju gerfi. Og lífið unga frjóvgun fær í fornu braggahverfi. Ó, blessist öll þín fögru fljóð og feður þeirra barna. A meðan til er þýlynd þjóð og þingmenn á við Bjarna! Kolbeinn kaldaljós. 14 HÁÐFUGLJNN

x

Háðfuglinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Háðfuglinn
https://timarit.is/publication/2029

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.