Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 12

Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 12
„A ungvuaðsíður er gaman að rœða drang- eyjarvist, ekki sísl við jafngáfaðan og skemmti- legan mann og höfund Grettissögu“. H. K. L. Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1949. Bóndinn í Styrkjakoti. Frarnhald af bls. 8. koti og sneri sér að mönnunum sem áttu borðið. „Mundti mennirnir taka það illa upp, ef ég kveddi þá og þakkaði fyrir mig?“ Því að fólkið í Vegleysusveit beið eftir sínu orgeli. — En mennirnir héldu bara áfram að iilæja og tala um hinn rétta lnimor. „Juppí“, sögðu menn- irnir, „juppí-í-í, gamli vinur“ og slógu liann elskulega á bakið. Svo var þjónninn kominn. „Ef þið steinhaldið ekki kjafti“, sagði þjónn- inn, „þá verður ykkur öllum sparkað út eins og skot“. Þetta ávarp kom dálítið flatt upp á bóndann í Styrkjakoti. — Reyndar vildi liann ekki mæla á móti því að síendurtekin juppí þessara nranna væru komin út í öfgar. En það var þá einnig aðgætandi að meginhluti samkvæmisins var jafnfjarri því og þeir að steinhalda kjafti. Við hvert eitt borð sat ofsakátt juppí-fólk, já, til- gangur samkvæmisins virtist bókstaflega vera juppí og meira juppí, og þar af leiðandi virk- aði þessi hótun þjónsins ekki ósvipað því ef til dæmis meðhjálpari Vegleysusveitar hefði vað- ið franran að söfnuðinum og viljað sparka hon- um út, í hegningarskyni fyrir að taka undir með kirkjukórnum. — Sömuleiðis fannst bónd- anum að fulla virðingu bæri að bera fyrir þeirri staðreynd að mennirnir áttu borðið. Nenra þá búið væri að afneita eignaréttinunr eins og öðru í þessari borg? Eir svo konr það upp úr kafinu að þjónninn og mennirnir voru gamlir kunningjar. Menn- irnir ávörpuðu þjóninn með gælunafni og sögðu honunr að koma með tvær flöskur af þessu venjulega. Þjónninn fór og konr aftur með tv;er flöskur af þessu venjulega og gerði sig í engu líklegan til að sparka mönnunum út. — Senni- lega lrafði hótun hans aklrei átt að skiljast öðru- vísi en sem hvert annað formsatriði. Mennirnir helltu þessu venjulega í glös senr stóðu á borðinu, tóku svo hver sitt glas, fengu bóndanum eitt, sögðu „Juppí, gamli vinur, skál l'yrir leyndardómum formsins“ og drukku J2 HÁÐFUGLINN

x

Háðfuglinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Háðfuglinn
https://timarit.is/publication/2029

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.