Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 4

Háðfuglinn - 01.07.1949, Blaðsíða 4
KOLBEINN KALDALJÓS: VORÞANKAR 1949 Nú klæðir sig Fjallkonan fagnaðarheit úr fatnaði vetrarins snjóa, og kýrnar hans Jörundar komnar á beit í Kaldaðarnesi í Flóa, því vorið er komið með sólfar í sveit og Silfurtún byrjað að gróa. Vart ertu samt Fjallkona ámælisverð sé angur í látbragði þínu. Því riðið er þökum og reidd eru sverð og Rússarnir dorga á línu. En Emil og Bjarni í utanlandsferð með Eystein — í farinu sínu. Og fjölskylda Trumans er gjafmild og góð við gestkomur langferðamanna, sem auðmjúkir leita á erlenda slóð frá ásóknum hafíss og fanna. Að eymdin sé mergrunnin íslenzkri þjóð, var Eysteins hlutverk að sanna. En örlaganornin er grimmlynd og grá og greiðir með ómjiikum höggum. Með ölmusu komu þeir kóngsgarði frá og klyfjaðir hildarböggum, því Marchall er brjóstgóður maður — og sá að mennirnir voru í kröggum. Á kauphöllum westra er krónan vor smáð og kreppan er auglýst í blöðum. En feitlagnir kratar — sem fyrrum var spáð sjást fremstir í þeirra röðum, er komast í nefndir og klíkur og ráð og kaffi á Bessastöðum. Og vorið fer örmum um engi og hlíð nú útspringa túnin og Flóinn. Um hafflötin bærir sig hafræna þýð svo Hæringur kemst ekki á sjóinn. En vorið er kærkomið landi og lýð og leysir af Esjunni snjóinn. 4 HÁÐFUGLINN

x

Háðfuglinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Háðfuglinn
https://timarit.is/publication/2029

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.