Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Blaðsíða 13

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Blaðsíða 13
Guðmunda Guðmundsdóttir: I»(i (Ít 11 (Ijjlipið essi orð mælti Jesús eitt sinn við Símon Pétur, við Geneseretvatn. En Pétur sagðir „Meistari, vér höfum setið í alla nótt og ekki orðið varir, en eftir orði þínu vil ég leggja net- in.“ (Lúk. 5, 5). — Hann átti erfitt með að trúa orðum Jesú. Það er rétt eins og þessi saga hefði gerzt nú á dögum, svo vei á hún við okkur nútímamenn. Hvaða þýðingu hefur það að trúa á Jesúm Krist? segja sumir æskumenn. Er í rauninni nokkur guð til, sem hægt er að treysta? Margir komast svo aldrei lengra en að þess- ari spurningu, láta aðeins þar við sitja. Þeir taka orð Guðs aldrei alvarlega, er hann segir: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Ef við iesum Gamla testamentið, getum við séð, hvernig spámennirnir fóru að. Þeir heyrðu orð Guðs, sáu hann og trúðu á hann. eftir þessu. Láttu það fyllast þinni lífsnautn, sem stafar af Guði eins og geislar sólar og heitir náð Guðs. Þú hefur sjálfsagt lesið 11. kapítula Hebrea- bréfsins. Þar er talað um menn lífsnautnarinnar, þá menn, sem mest nutu nautnar Guðs lífs og ríkulegast, hetjur trúarinnar, hetjur hins ein- beitta vilja, sem helgast af Guðs skapandi krafti og stefnir að æðsta marki. Þeirra nöfn munu ge-'mast, þótt öll önnur gleymist, því að málefnið heldur þeim á loft, hefur þá upp, helgaði þá einnig og gjörði þá að stórmennum, þótt smáir væru í sjálfum sér. Þeir bjóða okkur að slást í hópinn. Þeir sýna okkur stórmerki trúarinnar, sem urðu í þeirra lífi og veittu sigrinum, gleð- inni, fögnuðinum inn í h'f þeirra, — og spyrja: „Ertu með?“ Biblían er raust Guðs til okkar, í orðum henn- ar birtist Guð okkur mönnunum. Við höfum því enga afsökun. ,,En þetta er ritað, til þess að þér skulið trúa, að Jesús sé Kristur, guðs-sonurinn og til þess að þér, með því að trúa, öðlizt lífið í hans nafni.“ (Jóh. 20, 31). Jesús sagði: „Komið til xnín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veitá yður hvíld“. Getur þú hugsað þér nokkuð öruggara en þetta til þess að byggja líf þitt á? Er það ekki einmitt þetta, sem þú þarfnast? Hann, sem elskaði þig svo mikið, að hann vildi deyja fyrir þig á krossinum á Golgata, hann býð- ur þér að koma til sín með alla þína synd, all- an þinn mannlega veikleika, já, allan þinn vanda. En hann vill fá meira, hann vill fá að stjórna lífi þínu. Það finnst þér e.t.v. til of mikils mælzt, en heldur þú, að nokkur geti gert það betur en Jesús Kristur? Hann hefur gefið þér frjálsan vilja, það er því þitt að velja eða hafna. Eg stóð einu sinni frammi fyrir þessu vali. Mér var það ljóst, að þetta var eina gæfuleiðin. Mér fannst ég þurfa að afhenda rnikið, en ég hef fengið meira í staðinn. Hann getur gefið frið og örvggi, betur en nokkuð annað. Hann getur leyst úr vandamálum, án hans væri lífið nú innihaldslaust. Ég ráðlegg þér að koma til Jesú, eins og Pétur gerði, þú munt þá einnig fá að heyra þessi huggunarorð: „Vertu óhræddur, héðan í frá skalt þú menn veiða.“ Legg því út á djúpið, og þú munt konxast að raun um, að Jesús bregzt aldrei þeim, sem treysta honum í ein- lægni. . KRISTILEGT ; SKÓLABLAU 9

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.