Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Page 18
Narfi Hjörleifsson, 3. bekk Iðnskóláns í Rvík.
Itiiiagiiítur — IlvítBæiiir
ví að Kristur leið ]íka einu sinni fyrir syndir,
réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti
leitt oss til Guðs. (1. Pét. 3, 18).
Syndin er asgilegt afl. Hversu mörg mannslíf
liafa ekki Ivorfið fyrir verkan syndarinnar. Hefur
þú, lesandi góður, nokkurn tíma hugsað út í það,
hve mikil ítök syndin á í þér? Ég hugsaði frem-
ur lítið um syndina, áður en ég eignaðist per-
sónulega trú á Guð, þ. e. Jesúrn Krist. Hvaða
afleiðingar hefur syndin í för með sér? Jú, við
erum rangHt, eins og segir í I. Pét. 3, 18. Kristur
leið réttlátur fyrir rangláta. Guði sé lof. Við
mennirnir þurfum ekkert að óttast. Kristur leið
fyrir syndir okkar. Hvílíkur fagnaðarboðskap-
þess að þú þurfir að taka þau til þín: Maður,
sem hefur verið konu sinni ótrúr, biður hana
fyrirgefningar og bætir ráð sitt. Sonur, sem hef-
ur komið heim drukkinn um miðja nótt, segir:
,,Elsku mamma, mér þykir þetta leitt, ég skal
ekki gera það aftur“. Og um leið biður hann
frelsara sinn að hjálpa sér að standast freisting-
una. Stúlka, sem liefur verið frek við foreldra
sína og verið eigingjörn, í stað þess að heiðra þá
(samb. 4. boðorðið), hjálpa móður sinni og hugsa
fyrst og fremst um að vera góð dóttir. Þjófur skil-
ar peningunum. Svona mætti lengi telja, og þú
veizt áreiðanlega sjálfur bezt, hvað þér ber að
gera til þess að fullnægja kröfum Guðs. Það er
erfitt, en er það ekki undirstaða þess, að þú öðl-
ist frið við Guð? Það er undir því kornið, að þú
„einstaklingurinn" takir trúna alvarlega, með
því að elska Guð af öllu hjarta og náungann
eins og sjálfan þig. Þannig þjónar þú því mál-
efni, sem er við þitt hæfi og stuðlar að lvinu
góða í heiminum.
ur. Það ei gott að eiga trúna á Jesúm Krist. Ég
get vitnað um það. Eg finn aldrei til einstæð-
ingsskapar, finn aldrei fyrir áhyggjum, því ég á
Jesúm Krist að. Hann hjálpar í hverju sem er.
Það er ótrúlegt, að nokkur Skuli efast um tilveru
Guðs. Plversu oft er það ekki, sem Við menn-
irnir fáum að reyna kraftaverk? Allmargir kalla
slíkt heppni, en ég trúi því, að Guð sé að verki.
Til dæmis allir bifreiðaárekstrar. Hversu oft er
það ekki, sem bílar stórskemmast, en fólk slepp-
ur lítið sem ekkert meitt. Og að segja svo, að
Guð sé ekki til. Hvað eru yfirnáttúrleg öfl ann-
að en Guð að verki? — Lengi vel trúði ég því,
að allir menn kæmust að lokum til Guðs. En
þegar ég fór að lesa Biblíuna, þá komst ég að
þeirri niðurstöðu, að svo er ekki. Kristur krefst
persónulegrar trúar.
I Jóh. 3, 16 kemur í ljós, hvað um þá verður,
sem ekki trúa. Og enn gleggra í Opinberunar-
bókinni 20, 11—14. Hverjir eru þeir, sem glatast?
Þeir, sem syndin hefur náð of miklurn tökum á.
Það er margt í fari okkar mannanna, sem er synd-
samlegt. Ég tek ekki alltaf eftir því, hvenær ég
syndga og hvenær ekki. Þess vegna verð ég að
koma daglega fram fyrir Guð og biðja hann
um fyrirgefningu synda minna og láta mig koma
auga á, hvað sé syndsamlegt í fari mínu og hjálpa
mér til að fjarlægja syndina. Ég veit, að þti les-
andi góður, finnur það með sjálfum þér, að þú
syndgar oft. En syndin útilokar okkur frá Guði.
Leitaðu til Guðs. Fáðu fyrirgefningu synda þinna,
því það er gott og mikill styrkur að koma í bæn
fram fyrir Guð. Lestu Guðs orð, Biblíuna, því
hún veitir þér svölun. Lestu t. d. 6. kapítulann
hjá Matteusi. Guð gefi þér náð til að eignast lif-
andi trú á Jesúm Krist. Hann er hið eina, sem
hægt er að byggja á í lífinu.
14 KRISTJLEGT SKÓLABLAÐ