Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Page 20

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Page 20
sanna Guði eða ekki. Og þess vegna vil ég segja við þig, þegar þú lest þetta:Allt er hégómi einn dn Guðs. A honum einum er mögulegt að byggja framtíð um eilífð. Ekki aðeins tímanlega vel- ferð,. heldur eilíflega. Hugsaðu þig því um, áður en þú þeytir þessu í burtu frá þér, bálvondur yfir því, livað mönnum getur dottið í hug. Eða finnst þér það ef til vill ekki sjálfum, þrátt íyrir alla menntun og fróðleik, sem við þykjumst svo full af, eitthvað vanta í líf okkar? Það finnst mér að minnsta kosti. VitS getum ekki byggt á neinu, sem er alltaf að breytast, geturn ekki haldið í neitt öruggt og traust. Hví þá ekki að taka Biblíuna sína ofan tir skápnum og lesa svolítið í henni? Hví ekki að leita til Guðs? Ég fyrir mitt leyti er algjörlega sannfærður um, að það er nokkuð til, sem heitir Guð. „Almáttugur Guð allra stétta“, alvitur Guð, sem fylgist með öllu. Og það er öruggasta leiðin, sem ekki bregzt, til þess að eignast frið í hjarta og öryggi í sálu. Að leita til Guðs með allt, sem okkur liggur á hjarta, og fela það í hans hendur, gefur sálunni ró og hvíld. En nú veit ég, að þér finnst þetta einum of mikið af því góða. Og það er ef til vill skiljan- legt. Því að eins og ég minntist á áðan, fannst mér þetta hreinn og beinn lydduskapur'að taka svona upp háttu og siðu hins gamla fólks. Þá fannst mér það vera svo fjarri, að ég hélt al- deilis útilokað, að slíkt ætti nokkurn tíma eftir að koma fyrir mig. En þannig er lífið í henni veröld, að þrátt fyrir öll mín áform og skoðanir, þá- fannst mér allt vera ákaflega reikult og valt. Og það var einungis vegna þess, að ég byggði á mér sjálfum. En síðan fór ég að lesa Biblíuna og hugleiða það, sem þar stóð. Og viti allir góðir menn, kraftaverkið átti sér stað, fyrir náð og blóð Jesú Krists kom ég auga á það, að ég átti ekki að vera að streitast einn í þessari veröld. Ée átti ekki að byggja á sjálfum mér. Það var sem sé einn, sem vildi hjálpa mér í blíðu og stríðu Og ég hætti að byggja á sjálfum mér og byggði á bjargi í staðinn. Bjargi, sem aldrei bifast. Og þá breyttist allt. Allt fékk annan blæ. Nú veit ég, til hvers ég lifi og fyrir hvern. Nú hefur lífið tilgang. Og ég berst áfram að markinu, sem er að vísa öðrum leiðina til hins eina óbrigðula. Hann er „bjargið alda“, sem ég vildi benda þér á, Jesús Kristur. Honum er hægt að treysta í ER EFiMSMYGGJAN ÚKELT? Framhald af bls. í. lögmálum sem svar við bænum. Georg Broch- mann lýsir ágætlega þess konar „cleisma" með því að umrita Jóh. 1:1. á þennan hátt: „í upphafi var sviðið og sviðið var guð“. Slíkur deismi (guðstrú) kemur kristnum mönnurn eins ókunnuglega fvrir sjónir og ateismi (guðleysi). Nútíma efnishyggja kemst að vorrt hyggju að tvenns konar niðurstöðu. í fyrsta lagi vill hún afrná manngildi. Oss mundi finnast vér vera ábyrgðarlaus og oss stjórnað af ósýnilegu afli. í öðru lagi vill hú ndraga úr trúnni á Guð sem persónu. Það mun hæglega hafa í för með sér nýja mynd fjölgyðistrúar, þar sem Guð er ekki skaparinn, en aðeins liluti af sköpunarverkinu. En kristnir menn geta aldrei hætt að trúa á Guð sem persónu, sem skapað hefur himin og jörð og elskar og lætur sér annt um livern ein- stakling. Að endingu getum vér gjarna sagt, að vér sem kristnir menn skulum gleðjast. vegna þess, sem gerzt hefur innan náttúruvísindanna síðustu áratugi. Vér skulum einnig sýna franr á, þannig að kunnugt verði, að hin hreina efnishyggja sé í afturför. En vér skulum losa oss við vísindahjá- trúna og gera oss óháða náttúruvísindunum. Oss ber einnig að fylgjast vel með öllu og meta allar andastefnur frá kristilegu sjónarmiði. (,,Fast Grunn.“ S. B. þýddi.) Bretinn Kóbert Morrison var brautryðjandi í kristniboðs- starfi mótmælenda í Kína. Hann dvaldist bar í byrjun aldar- iiinar sem leið. Hann þýddi Biblíuna á kínversku, samdi kín- verslca málfræði off einnig kínverska orðabók í sex bindum. Gefur það nokkra hugmynd um dugnað þessa r.ianns og gáf- ur. — Þegar Morrison var á leiðinni til Kína, sa«;ði inaður nokkur við hann háðslega: ,,Sef?ið mér, væntið þér þess í raun o£ -A?eru, að þér getið haft einhver áhrif á alla þessa skurðtfoðadýrkendur í hinu stóra Kínaveldi?" ,,Nei, herra minn“, svaraði Morrison einarðlega, ,,en é|? vænti þess, að Guð geri það“. öllum hlutum. Hugsaðu þig vel um, áður en þú hafnar þessari leið. Mundu það svo að lok- um, að „miskunnsamur er Drottinn, þolinmóð- ur og mjög gæzkuríkur“. Hann hjálpar þeim, sem til hans leita og gefur þeim öryggi og festu. 16 KRISTILEGT SKOLABLAf)

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.