Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Side 27

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Side 27
Birger Breivik; S|í> b' þn fniið fyrst! ú ert ungur, en samt hefur þú þegar tamið þér ýmis konar vana. Flest viðbrögð þín og at- hafnir í daglega lífinu framkvæmir þú ósjálfrátt. Þú þarft ekki að hugsa mikið um það. Vér menn- irnir erum á valdi vanans í ríkari mæli en vér gerum oss Ijóst. Og það er hæði gott og illt. Nú ætla ég að benda þér á góðan vana. Það var eiginlega kaupmaðurinn á horninu, sem benti mér á þetta. í búðarglugganum hans stend- ur letrað: Spyrjið mig fyrst! Með þessu á hann við, að fólk skuli leita fyrst til hans, þegar eitt- hvað þarf að kaupa. En nú er ég að hugsa um að breyta þessum einkunnarorðum kaupmannsins, — í þeirri von, að þau festist í huga þér, sem ert ungur. Og þá hljóða þau svona: Spyr þú Guð fyrst! Þetta er ekki frumleg setning. Hvorki kaup- maðurinn né ég höfum samið hana. Það var Jesús, sem sagði hana fyrstur. Þú manst, hvað lrann sagði: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt annað veitast yður að auki.“ (Matt. 6, 33). Spyr þú Guð fyrst! Láttu það verða höfuð- reglu lífs þíns að spyrja Guð ávallt fyrst. Ekki aðeins þegar þú þarft að taka mikilsverðar á- kvarðanir, heldur á hverjum degi, á hverjum morgni, við öll tækifæri: — Spyr þú Guð fyrst! Ég nefndi það góðan vana, og e.t.v. fannst þér það ekki viðeigandi orð í þessu sambandi. Er það of hversdagslegt? Ég held ekki. Vaninn get- ur líka verið heilagur og leitt oss undir náðar- áhrif Guðs. Alls konar áhrif og hugsanir vilja þrengja sér inn í sál þína, þegar þú vaknar á morgnana. — Hleyptu þá Guði að! Láttu hann verða það fyrsta, sem fyllir hug þinn og hjarta á kyrrlátri morgunstund. Hleyþtu Guðs orði að, dður en þú lest morg- unblöðin. Gerðu það að reglu að gefa Guði fyrstu mínúturnar af þeim 1000, sem þú hefur til umráða á degi hverjum. Hann muir launa þér ríkulega. Þú færð að sannreyna fvrirheit hans bókstaflega: „Allt annað mun veitast yður að auki“. Þú ert ekki búinn að lifa ýkja lengi, þegar þú þarft að taka ýmsar ákvarðanir. Spyr þá Guð fyrst! Því miður hafa margir kristnir menn þann vana að spyrja Guð aldrei. Það er hræðilegur vani. Hvernig geta þeir vænzt nokkurs í samfé- laginu við Guð? Margs konar vani nær auðveldlega tökum á þér, meðan þú ert ungur. Góður vani getur hjálpað þér allt lífið. Og á hinn bóginn getur þú þurft að berjast við slæman vana árum sam- an. — Ó, hvað ég vildi, að þessi orð mín gætu grópazt í huga þér og orðið þér til hjálpar. Ég vitna fyrir þér um það, sem lífið og reynsl- an hefur kennt mér: Það borgar sig að spyrja Guð fyrst! KEMUR ÞÚ MEÐ á Kristilegt skólamót í Vatnaskógi um bænadagana. — Ef svo er, skaltu setja þig í samband við einhvern úr Kristileg- um skólasamtökum. — Fundir í K.F.U.M.- húsinu, Amtmannsstíg 2 B, flest laugar- dagskvöld. KRISTILEGT SKOLABLAÐ 23

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.