Bautasteinn - 01.04.2002, Blaðsíða 16
16
Norræn ráðstefna um
málefni kirkjugarða var
haldin í Åbo í Finnlandi
dagana 6. og 7. septem-
ber sl. Þangað komu um
400 manns, stjórnendur
kirkjugarða, garðyrkju-
fræðingar, landslags-
arkitektar og fram-
leiðendur garðyrkju-
áhalda sem notuð eru
við hirðingu kirkjugarða.
Góð þátttaka var frá Ís-
landi, en fimm fulltrúar
sóttu fundinn, ásamt
mökum. Framlag
Íslands var erindi sem Guðmundur Rafn Sigurðsson flutti og
sýndi hann myndir frá starfi framkvæmdastjóra skipu-
lagsnefndar kirkjugarða. Jóhannes Pálmason, formaður
KGRP, flutti ávarp og bauð fundarmenn velkomna til Íslands
að fjórum árum liðnum og síðan var sýnd kynningarmynd
frá Íslandi.
Íslensku fulltrúarnir flugu
frá Stokkhólmi þann 11.
september og fengu fréttir
af hryðjuverkunum í Banda-
ríkjunum þegar vélin lenti á
Keflavíkurflugvelli. Þá
skömmu áður hafði forstjóri
KGRP setið frammi í flug-
stjórnarklefa og rabbað þar
við gamlan skólabróður. Að
sögn sérfræðinga er þetta
líklega síðasta heimsókn
farþega í flugstjórnarklefa í
heiminum.
Málefni kirkjugarða voru
rædd og menn skiptust á
skoðunum. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna og
umræður þar, veitir Þórsteinn Ragnarsson, formaður KGSÍ,
fyrir þá sem áhuga hafa. Ráðstefna þessi er haldin á fjögurra
ára fresti og sú næsta verður haldin á Íslandi árið 2005 og er
undirbúningur hennar þegar hafin.
Á myndinni eru þeir Íslendingar sem fóru til Åbo.
Myndin er tekin í Uppsala í Svíþjóð á leið á ráðstefnuna í Finnlandi.
NORRÆN RÁÐSTEFNA
UM MÁLEFNI KIRKJUGARÐA
Þ. R.