Freyja - 01.12.1901, Blaðsíða 7
FREYJA
207
GUNNSTEINN EYOLFSSON
Gunnsteinn Eyólfsson er fædd-
ur á Una-Osi í Hjaltastaðaþinghá t
Norður-Múlasýsln á íslandi, 1. apríl
1806. Fluttist hann tii Uanada með
foreldrum stnum sumarið 1876 og
settist að í nýja Islandi. Yar hann
þá vdst bæði lesandi og skrifandi
eins og flestir ísl. eru. Við ísl.fljót
gekk hann á frískóla, sem haldinn
var að Möðruvöllum einn eða tvo
vetur. Þar kynntist hann Sigtryggi
Jónassvni og hafa þcir síðan verið
góðir kunningjar. Síðar er alþýðu-
skólar mynduðust var hann orðinn
fullorðinn og hafði þeirra þvt eigi
not.
Árið 1888 kvongaðist hann
Guðfinnu Eiriksdóttur, Sigurðsson-
ar frá Heiðarseli í Hróarstungu,
N.Múlasýslu. Eiga þau 5 börn, þrjá
drengi og tvær stúlkur. Búa þau
á föðurleifð hans.
Snemma fór Gunnsteinn að fást
við sönglist og nam af sjálfum sér
almenna söngfræði og síðar eignað-
ist hann orgel, er hann æfði sig á í
hjástundum sínum. Árið 18'Jb fór
hann fyrir alvöru að nema liina
hærri söngfræði. Ilann komst í kynni
ið prófessor August Fr Uhe, fyrir
milligöngu norsks prests, 0. Juul
að nafni, í Chicago. Hjá prófessor
Uhe fékk liann sína fyrstu tilsögn,
og líið fyrsta er hanr. þá lærði, var
það, að hann vissi svo sem ekki
neitt, og er það stundum nóg til að
senda rnann heim uppgefinn og móð-
lausann. En G. E. var ei þannig
varið, heldur tók hann tilsögn hjá
þessum manni í þrjú ár af og til, en
núseinast þóhjáöðruin manni, Wm.
Horatio Clarke. í ReadingMass, Um
kunnáttu G. E. nú, vitna ’oezt orð
Clarkes, í bröfi er hann reil G.E. og
hljóðar svo:
„Þúert nft kominn svolangt,að
þú mátt skoða þig kominn f gegn-
um raddfræðina, og veitist eigi örð-
ugt að raddsetja lög, eða semja und-
irspil við sönglög."
Þau lög er komið hafa út á
prenti eftir hann eru þessi: „Mig
hryggir svo margt sem í hug mfn-
um felst,“ Eg uni á flughröðu fleyi“
bæði í Sunnanfara. „Blunda þú
blunda,“ f Eimreiðinni. Tvö vestur-
íslenzk sönglög, „Sólusærinn skýlir,
og sumar nótt á heiði,“ sörprentuð f
K.höfn 1898. „Roek of agesfChicago
/897), „Nearer my god to thee[Chie-
ago /897) „IIis mother’s his svveet-
heart,“ prentað I Montreal 1901 og
„Nótt“ I Freyju.
G. E. hefur sýnt mikla tilhneig-
ing til skildskapar og hefur samið
ýmislegt í þá átt, bæði leikrit, ljóð
og sögur, sem fátt er prentað neina
það er hér segir. „Elenóra,“ gefin
út í Reykjavík /894, „Amerfkönsk
gestrisni" prentuð neðanrnáls i Þjóð-
ólfi, „Hvernigög yfirbugaði sveitar-
ráðið,“ prentað í Svöfu, „Góðar
taugar,“ „Þingkosningin," „Islcnzk
þröngsýni," allt jirentað í Eimreið
inni. „I helvíti,“ prentað í Lögbergi.
Kosningin og I helvíti.cru kaflarúr
söinu sögu sem enn er óprentuð, en
virkilega gott verk. Auk þesshefur
hann ritað í blöðin hæði hér og
heima og ætíð mjög einkennilega.
Þrjú kvæði liafa birzt á prenti