Freyja - 01.12.1901, Blaðsíða 22
222
FREYJA
Frá heimili mínu var góður spöl.
ur til kyrkjunnar, samt gengum við
þang-að oftast, Kyrkjan stóð í miðj-
um grafreitnuin, eins og tíðkaðist í
þá daga Gti á landshyggðinni ©g
víða i smærri bæjum og þorpum.
Þá voru nú allir ferðbúnír nema
amma, hún ætlaði að gæta búsins.
Við gengum öll af stað, pabbi,
mamma, ég, tveir vinnumenn og
ein vinnukona. Eg man svo glö'ggt
að ög hoppaði og dansaði aíla leið-
ina af. Þegar við komum í kyrkju-
garðshliðið,var byrjað að syngja.svo
mamma kallaði tif mín, því ég var
nokkra faðma á undan. Þégar ég
var að snúa við, sá ég út undan mér
svarta þústn á leiði skammt þaðan,
sem ég átti ekld von á. Fyrst varð
ég hrædd, en svo hafði þó forvitnín
yflrhönd. Eg hl.jóp þangað og sá að
það var drengur hér um bil átta ára
gamall. Eg hafði engan tíma til að
yrða á hann, því nú kallaði mamma
aftur á mig og ég var vt'n að hlýða.
Við fórum inn I kyrkjuna, sem var
svo full, að ómögulegt var að fá sæti
nema fyrir það, að tveir karlmenn
rýmdu fyrir pabba og mömmu. Eg
reyndi að segja mömniu frá drengn-
um á leiðinu, en hún þaggaði bara
niður í mér. Þegar söngnum var
lokið tók presturinn að prédika. Eg
heyrði fátt af því sem hann sagði,
þvt ög hafði augun á allstóru greni-
tré, sem stóð rétt fyrir framan pré-
dikunarstólinn, en hugann á litla
drengnum á leiðinu.
Það var talsvert frost þetta kvöld
og jörðin alþakin snjó, svo að hjarn
var á. Loftið var skafheiðríkt —
dimmblátt og alstirnt, en ekkert
tunglskin. Litla drengnum hlaut
að verða svo kalt þarna úti. Ilver
sfcyldi hann vera og hví var hann
þarna einsamall? Eg þokaðist nær
mömmu og tók í handlegginn &
henni og sagðí:
„Mamma, það líggur------“
„Þegiðu barn,“ sagðr mamma,
og pabbi horfði alvarlega á mig, og
ég vissi hvað það þýddi.
En hvað jólatréð var fallegt — al-
þakið Ijósuiu, er Ioguðu á snotrum
tólgarkertum. Hver einasta grein
hékk níður undan ofþunga jólagjaf-
anna. Hvað skyldi ég fá, hugsaði
ég-
En svo fór ég að hugsa um Iitla
drengínn á leiðinu. Hver var hann,
og hvf var hann þar? Skildi hann
fá nokkra jólagjöf? Svo litaðist ég
um til að vita hvort ég sæi hann
ekki. Nei, hann sást hvergi- Eg á-
setti mér nú að fara út og læddi9t
því frá Ijeim foreldrum mínum, út í
mannþröngina. Það var örðugt að
komast út, og þó tókst mér það.
Þegar ég kom út úr heitri kyrkj-
unní, fór ég strax aðskjálfa. Eg fór
samt út að leiðinu, þar sem dreng-
urinn Iá, þegar við komuin til kyrkj-
unnar. Hann var þar. Eg ýtti við
honum með hægð, en hann rumsk-
aðist ekki. Eg talaði til hans og
strank Ijósu, héluðu Iokkana frá
augunuin hans. En það kom fyrir
ekki. Loks flaug mér í hug að hann
væri dáinn. Mör varð svo illt við þá
hugsun að ég þant inn í kyrkjuna
og hrópaði,-
„Ó, mamma! Hann er dáinn! dá-
inn!“
„Hver er dáinn?“ livíslaði fólkið