Freyja - 01.02.1902, Blaðsíða 19

Freyja - 01.02.1902, Blaðsíða 19
FREYJA. 19 helstu fyrirburðirnir eða fyrirbrigðin, er standa í sambandi við segul- íiflið, vom viðurkend að vera virkileg, jafnvel þau hin fágætari,svo sem fjarrkend, það að sjá með lokuðum augum ffirðsjón], sjúkdómasundur- iiðun og ákvörðun, og verkjaflutningur. Nefndin sió öllu þessu föstu eftir nákvæmustu tilraunir og rannsóknir. Hvað ákvarðan sjfikdónia viðvíkur, þá að vísu á svefngengillinn ó- hægt með að viðhafa læknismenntarleg orð og einkenni, en ákvarðan og forsögn hans á sjfikdómum hefur þann hagnað við sig, að hann fær staðhæft væntanlegan sjúkdóm, áður nokkur einkenni hans koma veru- fegaí ljós hjá manninum.lí’rægust við tilraunirnar varð ungfrú Ccline.er bæði sagði fyrir og lagði einhlýt ráð við mörgum lungnasjúkdómum. Á lærdómslegri útlistan á þessu atriði er eigi svo mjög þört hér, en hin- ar fjölda mörgu skýrslur og rit um sjúkdóms forsagnir svefngengla frá öllu þessu tímabili mættu skoðast næg trygging og jsönnun, allt í frá dögum Mesmers og Puységur áðurnefndra og fram til prófessors Liebault, sem í riti frá árinu /89/ skýrir frá pilti, se’m hvað eftir annað sagði til sjúkdóma allra þeirra persóna, liverra höndum hann hélt á milli sinna eigin handa. Vér getum ekki heldur gert oss skiljanlegt imdm-segulafl. ið og hagnýtum þó kompásinn. Vór vitum ekki hvað rafunnagnið er og hagnýtum það þó í stórum stíl bæði í íþrótt og verknaði. Seguhnagnsfsvefnjdáið er annarskonar en hin alkunna dáleiðsla, sem greinarhöfundurinn í Brockhaus-orðforðabúrinu virðist slengja sam- an. Segulinagnsdáið gagnstætt hinu almenna svefndái eða dáleiðslu er ekkert þvingað ástand eða skipan, og með því getur maður átt við og haft til meðferðar sjúklinga svo hundruðum skiftir, áður en maður hitt- ir fyrir persónu, sem hefur verulega tilhneiging til að dáleiðast eða fallai í svefndá. En þá, og aðeins þá, stuðlar segulmagns-„loftvökvinn“ til framleiðslu svefngöngu-aflanna, og þessir rnenn sofna, en þeir eru ekki fyrir það ávalt, fjarskyggnir eða í færum til að ákveða sjúkdóma. Pró- fessorinn segist sjálfur á nieðal allra þeirra hundraða manna af öllum stéttum, sem hann lcveðst hafa haft til meðferðar, vart liafa fundið tíu persónur er sofnuðu við tilraunirnar. Segulmagns-„loftvökvinn“ flytst, yflr í vöku, og þessum flutningi fylgir, allt eftir tilflnninganæmi sjúkl- ingsins, hinar þægilegustu, mest styrkjandi og heilsu batandi verkan- ir. Ákaflega mikið er þcgar ritað í þessa átt, ogfjöldi náttúrufræðinga hafa með tilraunurn sýnt, fram á og sannað segulmagns-útgeislan frá manninum,hafa enda fundið upp verkfæri til að mæla hana [svo nefnd- ur ,,galvanometer.‘‘] Einnig hefur verið sýnt fram á, að viðkomandi á hægt, með að hafa stjórn á útgeislaninni, auka liana og hefta eftir vild. Dr. du Prel hinn fyrnefndi segir: Með því að svo atvilcaðist, að það var læltnir, Mesmer sem sö, sem uppgötvaði dýrsegulmagnið.þá hefur leitt af

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.