Freyja - 01.02.1902, Blaðsíða 39

Freyja - 01.02.1902, Blaðsíða 39
FliEYJA 39 „Hvernig stóð á því að þð fórst svo langt á brott frá öllum vinum þfnurn, móðir/“ „Eg átti enga vini—enga sem reyndust vinir,þegar ég þurfti þeirra með. Eg átti eina systur, hún kannaðist ekki við mig. Bræður mfnir óskuðu mer dauða af því ég væri þeim og ættinni til skamraar. Móðir inín grét, en faðir minn rak mig á Urott. Hefði fððurbróðir minn ekki hjálpað mér, myndi ég sjálfsagt hafa farið á sveitina eða ölmusuhúsið og má líka vera að þessi frændi minn hefði einnig yfirgefið mig, hefði hann lifað. En hann dó ungur og arfleiddi mig að öliu sem hann átti. Stundum hefur mér dottið (hug, að systkini mín hafi öfundað mig af þessum arfi og því verið enn þá verri en þau hefðu annars orðið. Hvað sem um það var, þá voru það þessir peningar sem héldu mér uppi. Eg borgaði stóra upphæð fyrir fæði og aðhlynning meðan ég hí. Eg hafði $2,000 og þetta litla heimili, semég vissi þá ekki annað um en að það væri nálægt 200 míluin á burtu. Yfirkomin af sorg og beygð af vinrofum og fyrirlitning fólksins, varð ég fegin að flýja hingað frá æskustöðvum mínum og öllu sem ég þekkti. Siðferðislega var ég gift, lagalcga ekki. Erfðaskrá frænda nifns var stíluð undir föðurnafni mínu. Ég sagðist enga vini hafa átt, það var ekki satt. Ekkja nokkur madama Harlow að nafni, reyndist mér vinveitt. Þegar fasteign frænda mfns féll f minn hlut, seldi ég henni hana, auðvitað undir yfirskyni, að liún fengi mér eignarbiéfið aftur ineð sfnu eigin nafni á og ég yrði /ramvegis madama Harlow—ekkja, þegar ég kæmi út á meðal þessa ókunna fólks, þar sem þetta litla heimili mitt var. Eins og þér gefur að skilja, keypti hún aðeinsí orði kveðnu, en ög gaf henni hundrað dali fyrir lánið á náfninu hennar í eignarbréfinu. Hún vildi ekki þiggja það en þar eð hún var fátæk og átti fyrir börnurn að sjá, lét hún tilleiðast. Þessi nafnaskifti voru gjörð f öðru höraði, svo langt frá æskustöðvum mínum, að engann grunaði neitt né spurði nokkurs. I ekkjubúningi ineð viðurnefnið Ilarlow kom ég hingað til að fela mig fyrir öllum seni ég áður þekkti. Þessa sögu ætlaði ég að segja þér, þegar ég áliti þig nógu gamla til að vekja athygli karlmanna, í þeirri von að það frelsaði þig frá þeim örlögum sem ég varð fyrir.“ „Var faðir minn kyrr heima?“ „Já, æskubrot hans féll í gleymsku og nú er hann virtur og elskað- ur af samborgurum sínum, dómari á héraðsþingi. Og þegar hann missti fyrri konuna sína, giftist- hann systur minni, sem ekki vildi kannast við inig.“ ,,Og þú, veslings mdðir mfn, varzt að flýja æskustöðvar þfnar og jafnvel ljúga, til að vernda þig frá dýpri niöurlægingu. Ó minn guð.'“ bað hún með uppliftum höndum og augum, „hjálpaðu konu til að hjálpa

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.