Freyja - 01.02.1902, Blaðsíða 42

Freyja - 01.02.1902, Blaðsíða 42
42 FREYJA inn. „Látið manninn vera, hann bít- ur í granít.“ Við þetta varð Chamberlain æfur og greip fyrdta tækifæri til að svara og gjörði það á þessa leið: „Það ég hef sagt hef ég sagt og tek ekkert aftur, dreg úr engu, ver ekkert. Eg fylgi engu dæmi sem mér hefur sett verið, mig langar ekki til að segja útlendum stjórnendum til né heldur vil ég taka þeirra tilsögn. Eg er ábyrgðarfullnr aðeins fyrir minni eigin stjórn og þjóð.“ Þessu var svo vel tekið á Englandi, að aldrei hef- ur Chamberlain staðið betur að vígi en nú, þó hinum gætnari mönnum þyki tortryggileg aðferð hans. Get- gátur eru á lofti í þá átt að hann verði bráðum stjórnarformaður. I suður Afriku sit- Suður ur við sama. Mesta Afrika. frægðarverk Breta á vetrinum kvað vera að hertaka einn ungan Búa hershöfðingja, sem fyrir veikinda sakir komst ekki á bak hesti sínum. Hann var tekinn úr sjúkrahúsi og hengdur. Hefur verk þetta mælzt mjög illa fyrir um allan inn siðaða heim. Þann 26. marz and- CecilJKhodes aðist hinn mikli dauður. suður Afriku iiuð- konungur Cecil Rhodes. Missi Bretland þar öflugan máttarstólpa síns víðfræga veldis. Blöðin eru full af lofi um þenna mann sem vanalegt er þá ríkismað- ur deyr. Telja þau honum helzt til ofs auðlegð hans og hve mikinn þátt. hann hatí átt í að byggja upp hið brezka keisaradæmi, en leggja samvizkusemi hans upp á hylluna. 1 RITSTJORNARHSTLAR. | $ 5 EIÐUR Helenar Harloweftir Lois Waisbrooker sem byrjar í þessu númeri Freyju, hefur verið gefin út níu sinnum og er síðasta útgáfan svo nærri útseld að sagan er lítt fá- anleg. Þetta útaf fyrir sig eru næg meðmæli með hverri sögu. En hví er sagan vinsæl? Af því að hún er ein af þeim örfáu sögum sem öllum þykir vænt um er sjá hana. Ein af þeim örfáu sögum seiu allir lesa, sem heyra talað um liana, jalnvel þeir sem aldrei lesa sögur, sem þykir tími sinn of dýrmætur cil að eyða í sögulestur, af því að í henni finna þeir orsakir hinna dýpstu og sorglegustu þjóðarmeinsemda, án þess þó að gleymaþví, að maðurinn se:n líður, er maður. Og jafnvel syndarinn sjálfur er maður, sem hæglega gat verið betri maður, hefði ekki rtkjandi vani og vilhall- ir, viðtekuir almenningsdómar fegrað á honum glæpinn, sem þeir ferdæmdu á öðrum. Allir hinir vitr- ari og betri lesa sögu þessa, af því hún kennir livernig megi ráða bót á þessum sorglegu þjóðar mein- semdum, sem hún fjallar um, og sýnir sigurbrautina í lífsferli sögu- hetjunnar Helenar Harlow, sem leið lengst af æfi sinnar fyrir þá einu æskusynd sína að elska og t r e y s t á — elska of v e 1. Iíug- reltki þessarar einu stúllcu, sem er svo aðdáanlegt, vekur hinar betri

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.