Freyja - 01.02.1902, Blaðsíða 31

Freyja - 01.02.1902, Blaðsíða 31
<K<1> <t><R <l> <fc <i> <t> <I> <l> <l> <l> EIDUR HELENAR HARLOW EFTIR LOIS WAISBROOKER ílöfand að „Alice Vale“ „Réttindi kvenna“ o. s. frv. (Níunda útg&fa.) ÞÝÐANDI: MARORJET J. BENEDICTSSON. I. KAPITULI. HÍJN VAKNAR. Meðan geislar tunglsins lýstu upp stofuna í litla húsinu, gengu elsk- endurnir fram og aftur endur fyrir löngu — svo löngu, að nú sit.ur hún heima, þúsundir mílna frá þeim bletti, sem þeim var þ& kærari en allir aðrir blettir & jörðunni, — heima, þar sem raddir barnanná tæptu & orðinu: Am-ma! Fallega jarpa hárið, sem þá liðaðist niður utn liáls ltenntir og lterð- ar er nú blandað livítum þráðum, skift yflr miðju enni og vafið up)> þétt og tilgerðarlaust aftan í hnakkanum. En það er ekki nútíðin, heldur liðin tíð, ekki um reynzlu fullorðius áranna, heldur og ótortryggnu saklausu æskutta, sem saga vor fjallar um. Elskendurnir gengu fram og aftur, og tunglskinið varpaði skugga þeirra á gluggann í litlu setustofunni í gegnum vafningsblómaflækjuna sem teygði sig upp með gluggarúðunum. En inni f stofunni sat kona sem enn þá var í blóma lifsins, og þó bar andlitið vott um snemmfengna lífsreynzlu. Hún sat við lítið borð og fyrir framan hana lá oi>in bók, en hugur hennar var auðsjáanlega ekki bundinn við innihald bókarinnar, því augnar&ð hennar var hvarflandi og kvíðafullt.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.