Freyja - 01.04.1905, Qupperneq 10
228.
FREYJA
VII. 9.
fólkið eins og heild trúir því, af þaö þurh aö líöa eöa borga tyrir
sérhverja fullnæging sýnilegu eða ósýnilegu valdi—jafnvel fyrir
það, að velja sér maka. Svo lengi veröur konan ambátt mannsins
og glæpir, vaxandi afurðir mannfélagsins. Framleiðendurnir verða
að berjast fyrir og ná sínu frelsi, því frelsi konunnar byggist á því. ‘'
Nú settist rœðumaðurinn niður, og þegar hlé varð á lófaklappi
og fagnaðarlátum fólksins, stóð upp maður nokkur, svartur á brún
og brá,og sagði: að í 99 tilfellum af hverjum ioo,væri fátæktin sjálf-
sköpuð víti. Vinnulýðurinn vœri latur, eyðslusamur og illa innrœtt-
ur, sem heldur vildi eyða frítímum sínum á knœpum, spilahúsum,
kvennahúsum og jafnvel á götuhornum ogberast á straumi spilling-
arinnar f tukthúsin, en halda sig að heimilum sínum og hlynna að
þeim Ef óttinn við guð og djöfulinn ekki héldi verkalýðnum í járn-
greipum sínum, og kyrkjan, með sínum blessunarríku áhrifum héldi
honum í skefjum, væri sízt fyrir að synja, að hann myrti og rændi
gott og heiðarlegt fólk, hugsunarlaust um allar afleiðingar, að eins
til að fullnægja sínum djöfullegu tilhneigingum.
,,Menn tala um lausar ástir. Getur nokkuð verið lausara en
þau hjónabönd, sem nú eiga sér stað? Arlega er sótt um eins marga
hjónaskilnaði og mörg hjónabönd eru stofnuð, og það sem mestri
furðu sætir, er að hg.nn er oftast veittur. Það er mikils til of léttað
fá hjónaskilnað, vœri það ekki, yrði fólk varkárara í vali sínu, þess
vegna segi ég: Meiri lög,strangari lög og fram fylgið svo þeim löguml
Látið þá sem giftast, vita, að hjónabandið gildi alla þeirra œfi og
þá mun fólk una því betur og líða betur, “ sagði hann.
IX. KAPITULI.
Nú var fólkið tekið að ókyrrast, það var auðsjáanlega ekki á-
nœgt. Þegar ræðumaðurinn settist niður kom miðaldra kona fram
á pallinn. Hún hafði ljósjarpt hár, greitt vandlega en tilgerðarlaust
aftur, svo ennið, hátt og vitund hvelft, sást vel. Augun voru blá og
tindrandi og varirnar titruðu af bældum tilfinningum. Röddin var
þýð og þó einarðleg. Hún ávarpaði fólkið sem vini og félaga, kvað
það ei vanda sinn að tala á fundum þeirra því skoðanir sínar vœru
vanalega svo vel skýrðar að hún hefði meiri ánœgju af að hlusta en
tala. Nú ætlaði hún þóað bregða vana sínum, ekki til að finna