Freyja - 01.04.1905, Síða 20

Freyja - 01.04.1905, Síða 20
238. FREYJA VII. 9. blómlegar, en sumar hálöf-flnaöar, vatnsslöngur héngu á þeim, og svartir krabbar læstu sig um leggi þeirra. Þar voru einnig falleg- ar pálmaviöareikur, og fíkjutré og blómstrandi blóðberg. Oll þessi tré og blóm báru nöfn, því hvert þeirra var gœtt mannslífi,og fólk- ið sem þau táknuðu var sumt á Grænlandi, sumt á Kínlandi, og um heim allan. Stórtré stóöu í smá pottum, svo rœtur þeirra krömdust, og lá við að þœr sprengdu af sér pottana. Þar var og margt veikt smáblóm sett í ríka mold, mosagrætt og vél hirt. Móoirin laut áhyggjufull niður að öllum litlu plöntunum, til að heyra hjartslátt þeirra. Ur mörgum miljónum þekkti hún hjart- slátt barnsins síns. ,,Hérna er það!“ sagði hún, og rétti höndina eftir litlu morg- unblómi, sem hékk máttlaust niður. ,,Snertu blómið ekki, “ sagði gamla konan, ,,en bíddu hér þangað til Dauðinn kemur—ég vænti hans á hverju aúgnabliki—og láttu hannekki slíta þaðupp, enhrœddu hann með því að þú skulir slíta hin blómiri upp, ef hann snerti það. Hann ber ábyrgð á þeim gagnvart guði, það má ekki upprœta eitt einasta þeirra leyfislaust. “ Allt í einu næddi ískaldur gustur um geiminn, og móðirir blinda fann að það var Dauðinn sem nálgað- ist. , ,Hvernin rataðir þú hingað?“ spurði hann. „Hvernig komst þú hingað á undan mér?“ ,,Ég er móðir!' ‘ svaraði hún. Dauð- inn rétti stóru höndina sína eftir veika smáblóminu, en hún hélt því fastara um það—ó, svo fast, en þó með svo mikilli varfœrni að fínustu smáblöðin högguðust ekki. Þá andaði Dauðinn á hend- ur hennar, og sá andblær fannst henni kaldari en nokkur frost- vindur, og hendur hennar sigu máttvana niður. ,,Þú hefir ekki mátt á móti mér, “ sagði Dauðinn ,,Það hefir þó guð!“ svaraði móðirin. ,,Ég gjöri hans vilja, “ sagði Dauðinn. ,,Ég er garðyrkju- maður hans. Ég tek upp öll blóm hans og tré, og endurplanta þau í hinum mikla Paradýsargarði í óþekkta landinu. Um gróður þeirra þar og lífsskilyrði má ég ekkert segja þér. “ ,,Fáðu mér barnið mitt aftur!“ bað móðirin grátandi. Allt í einu þreif hún tvö smáblóm, ög sagði við Dauðann: ,,Þessi blóm skal ég slíta upp fyrir þér því ég er í örvœntingu! “ ,, Snertu þau ekki! “ sagði Dauðinn. ,,Þú segist vera sorgbitin, viltu þá búa annari móður

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.