Freyja - 01.09.1905, Page 5

Freyja - 01.09.1905, Page 5
VIII. 2. FREYJA 29. aö miskunarverki þeirra, broS unnustunnar sem starir vonaraugum eftir unnustanum, og hjartalag barnsins, setjiS þessa eiginlegleika í vel vaxinn líkama, krýndann hrafnsvörtu hári, klœddann ljós*- leitu gljáandi silki, og þá hafiS þér eftirmynd japanskra kvenna. ÞaS á vel við aS kalla Japan ,,barnalandi5“ því þaS er fullt af ánægSum, hýrleitum, brosandi börnum, sem aldrei skœla. Flest börn sem náð hafa fimm ára aldri bera ungbörn á bakinu, og eru þau œfinlega bundin. Ekki lítur út fyrir að þaS gjöri þeim nokk- uð til, því þau hlaupa, stökkva, og klifra eftir sem áður, meö börnin á bakinu. Föt ungbarna hafa víSar og langar ermar og verndar það litlu höndurnar fyrir meiSslum og biti. Af því aS kúa- mjólk er ekki til í Japan eru börnin höfö á brjósti þangaö til þau eru tveggja til þriggja ára gömul. Þegar þau eru hungruð, sem þeim á yfirnáttúrlegan hátt tekst aö kunngjöra fóstrum sínum, hlaupa eldri börnin til mæöra sinna og snúa aö þeim bakinu, og standa þolinmóðlega meðan ungbörnin næra sig. AS því búnu fara þau til leiksystkina sinna. Af lit klæðanna má marka kyn barnsins, eru stúlkubörnin æfinlega klœdd skrautlegum litklæöum en drengir svo sléttum sem veröa má. A sjöunda degi koma vinir og nágrangar til aö samfagna móöurinni og óska henni til lukku. Eftir þrjátíu daga á barnið aö hafa tekið stööu sína á heimilinu og eru því þá g.efnar margar og góSar gjafir eftir efnalagi ogfrænd- styrk foreldranna. Japan er í sannleika ,,Barnaland“. I einum staö í borginni er staöur sá er ,,Yoshewara“ heitir, eða borg gleðinnar. Nafn sitt ber staður sá meö rentu. Eg man sérstaklega vel eftir einu kvöldi sem viö höfðum ákveöið aö heim- sœkja þennan staS. TungliS var nýkomið upp þegar átta ,, jinvik- ishas“ eöa ökumenn stönzuöu hjá gestgjafahúsinu þar sem við höfðum aðsetur okkar. Sætin voru bráölega upptekin og hópur, sem saman stóS af sex karlmönnum og tveimur miðaldra konum, lagöi af stað, það var ágœt ferS því ökumennirnir (rikisha) okkar hlupu allt hvað aftók og voru nœsta glaðir. BráSum komum við að borg gleöinnar og ókum gegnum hlið sem prýtt var með ótal fánum.og frá klukkan átta um kvöldið til klukkan tólf sáum viðeina hina eftirtektaveröustu sýningu sem heimurinn á til. Borgarstrœt-

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.